Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 12

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 12
12 ÓÐINN Sjera Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi. mun ná í hana aftur. Var Gróa svo hjá henni, þangað til hún fór að Steinsvaði 1871, og var »önnur hönd hennar« við heimilisstjórnina og hafði margt gott af veru sinni hjá henni. Tók hún sjer vafalaust snið eftir henni í mörgu og varð það að hamingju. Mintist hún hennar jafnan með virðingu og þakklátum hug. Gróa var því ekki óundirbúin, þegar hún tók við búsforráðum á Steinsvaði, enda fórust henni þá þegar og alla stund síðan bústörf og hús- móðurstörf ágætlega. Andlega mentun hafði hún litla fengið nema í kristindómi og bóklestri, enda voru engir skól- ar til í landinu, nema latínuskólinn, á upp- vaxtarárum hennar. En mentun í kristindómi er nú engin smáræðis meniun, ekki þó svo mjög það, að læra svo og svo mikið í kristnum fræð- um, — því að maðurinn getur verið ljelega kristinn maður, þó að hann kunni margt, eða þekki, í þeim fræðum, — heldur er kristindóms- menningin fólgin í því, að fá rótfest í hjarta sínu þann anda guðstrausts, kærleika og mann- úðar, ráðvendni og skyldurækni, sem Jesús flulti með kenningu sinni og lifi, og fest hann þar svo rækilega, að sá andi stjórni hugsunarhætti manns og athöfnum í lífinu, i öllu dagfari og framkvæmdum. En það verða bestu og nytsöm- ustu mennirnir í hverju þjóðfjelagi, er því ná, hvort sem um konur eða karla er að ræða, og þess vegna hinir sannmentuðustu. Til þess þarf auðvitað að þekkja aðalatriðin í hinum kristnu fræðum. En til þess hjálpar einnig afarmikið, að eiga samvistir við þá menn, er láta líf sitt stjórnast af þeim anda. Þess vegna hefur svo margur mætur maður viðurkent, að hann eigi kristilegri móður eða kristilegum föður meira gott að þakka en nokkrum öðrum manni eða ástæðum, einkum þó móðurinni, sem fyrst og oftast fer höndum, eigi að eins um líkama barnsins, heldur og sálu þess, hugsanalífið og hið daglega líf þess. Gróa var ekki nema á 11. ári, þegar hún misti móður sína, en enginn veit, hversu mörg- um góðum frækornum hún hefur þá þegar sáð í sálu hennar, en þau hafa eflaust verið mörg og holl, því að vel hefur móðirin verið útbúin í kristilegum efnum frá sínum foreldrum. Faðir Gróu var vandaður maður og hefur eflaust haldið aö henni kristilegum hugsjónum. Og svo var hún svo lánsöm, þegar hún eltist, að kom- ast í náið samband við svo mikilhæfa og kristi- lega konu eins og Þórunn Pálsdóttir var, og það um nokkur ár. Hún hafði því hlotið mikils- verða menningu, þó að hún hefði eigi lært margar fræðigreinir, og að því bjó hún alla æfi og var trúarsterk og vonarörugg í orði og at- höfnum, skyldurækin og samvitskusöm. Hún var að upplagi ljettlynd og glaðlynd, fjörmikil og áhugasöm um alt, er hún átti að sinna. En jafnframt gætin og athugul, enda var hún skyn- söm vel. Hún var kjaikmikil og staðföst í lund, kappsöm, starfsöm og dugmikil. Skapmikil var hún, eins og ílestir dugandi menn, en kunni vel að stjórna geði sínu, hreinlynd og hispurslaus. Hún var trygglynd, ræktarsöm og raungóð og varð því öllum kær, sem kyntust henni. Hún var myndarleg í öllu verki og lærði margt í þörfum vinnubrögðum hjá Þórunni húsmóður sinni og vinkonu, sem kom henni að góðu liði. Með þessum kostum gekk hún að húsmóður- störfum sínum með áhuga og alvörugefni. Komu þá og fleiri kostir í ljós, því að hún reyndist mjög stjórnsöm, umhyggjusöm og eftirlitssöm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.