Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 16

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 16
16 Ó Ð I N N Skúli Sivertsen frá Hrappsey. fyrntu árlega meira eða minna. Það voru Vífils- staðir, Rangá og Bót. Þegar menn ráku fje sitt til uppsveita utan úr Tungu eða Hiíð, eða Hjaltastaðaþinghá og Borgarfirði, þá lögðu þeir oftast leið sína um Vífilsstaði og Rangá, enda var oftast skárri færðin með fram Lagarfljóti. Voru þá venjulega gistingarstaðir á þeim bæjum. Var þá oft ilt að koma aðkomufjenu fyrir. En sjálfsagt þótti, að gera það eins og hægt væri. Þurfti venjulega að þjappa heimafjenu mjög saman, og jafnvel reka það í önnur hús en fjárhúsin og hirða ekki um, þó svo þröngt yrði um það, að það gæti ekki legið. Þótti alt um að gera, að láta fara sem best um aðkomufjeð. Og síðan var því gefið vel og fylt vel að morgni, til að búa það sem best undir erfiða göngu dagsins. Sjaldan reyndi meira á gestrisni manna, en þegar slika gesti bar að garði, ef til vill með 100 fjár og stundum dag eflir dag. Gestunum var oft þungt í skapi. Það var ekki álitlegt, að vera kominn bókstaflega út á gaddinn með bjargræðisstofn sinn, og eiga alt undir góðsemi náungans, hvernig af reiddi. Fleslir munu og hafa tekið mannúðlega móti slíkum mönnum, og svo var gert á Vífilsstöðum og Rangá. Hallur stóð þar í fremstu röð sem hjálpsemdarmaður. Þegar sást lil einhvers fjárhóps á slíkum vand- ræðatímum seint á degi, Ijet hann þegar fara að rýma til í húsum sínum eftir því sem þurfa sýndist, svo að alt væri til þegar gestirnir kæmu. En það dróst stundum fram á nótt, þegar færð var ill. Svo var sjálfsagt að veita alla hjálp, þegar heim kom, er þurfti til að koma öllu í lag. Sú ónærgætni hendir stundum forsjálnis- menn, að þeir taka þeim, er hjálpar leita, með forsjálnisræðum og jafnvel ávítunum fyrir ógæti- lega breytni þeirra, um leið og þeir veita þó einhverja hjálp. Hallur vissi, að neyðin sjálf prjedikaði nógu skarpt fyrir þeim, og geymdi því forsjálnisræður öðrum tækifærum. Hann tók frjáslega og góðmannlega móti gestunum og hagaði framkomu sinni við þá heldur svo, að þeim yxi kjarkur við. Sjaldan tók hann margt fje af öðrum, ef almennur heyskortur varð, þó að hann langaði mikið til þess, en þó ætíð kind- ur, sem sýnilegt var að eigi mundu þola langan rekstur. Hann áleit meira vert, þegar á alt var litið, að veita fjenu rækilega hressingu sem um fór, enda fóru oft í það miklu meiri hey, en þó að hann hefði tekið nokkuð margt fje til fóðurs og dreift því innan um sitt fje. Þó hagaði hann sjer með það eftir ástæðum, eins og honum þótti hyggilegast. Hann vildi að hjálp sin gæti orðið sem flestum að liði, þegar almennrar hjálp- ar var þörf. Eitt sinn kom til hans einn af bestu bændum í Borgaríirði með fje sitt á leið til upp- sveita um góulok, í langvarandi harðindum. Það hafði ekki hent þann bónda áður, að lenda í heyþrot, og fjell honum það mjög þungt, að vera nú kominn að nokkru leyti á vonarvöl. Ekkert lin var að sjá á harðindunum, og marg- ir voru komnir á undan honum með fje sitt upp á sveilir, og full Iíkindi lil, að þar væri farið að þrengjast verulega um. Hallur tók hon- um bið besta, eins og engin vandræði væru á ferð. Morguninn eftir var frost minna en áður og heldur að sjá lin í lofti. Hallur sagði bónda, að hann skyldi vera kyr um daginn og beita fje sínu inn yfir Rangá, því að þar var snöp nokk- ur. Sagði Hallur, að fjenu væri þörf á að hvíla sig og svo mundi nú fara að batna. Bóndi þáði það með mestu þökkum, Það fór svo, að upp úr þessu lini kom hláka og harðindin voru á enda. Bóndi var þar svo um tíma og fór aldrei lengra. Þótti báðum mjög vænt um, að svo skyldi heppilega fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.