Óðinn - 01.01.1929, Síða 4

Óðinn - 01.01.1929, Síða 4
4 ÓÐ I N N 1 sömu svið og áður höfðu komið fyrir. Áður en byrjað var, var búið að setja upp þessi 9 leiksviðstjöld, og þegar leikið var þurfti ekkert annað en að snúa leiksviðinu nógu oft, og það tekur viðlíka margar sekúndur og það tekur mínútur á vanalegum leiksviðum, að skifta um leiksvið. Leiksviðinu er snúið með 2—3 hesta mótor. Húsið á að standa norðan við Hverfisgötu, næst fyrir austan Landsbókasafnshúsið. Frá syðri brún Hverfisgötunnar sjest Esjan báðu- megin, og það sýnist þaðan vera gengið út úr Esjunni.1 Haganlegt fyrirkomulag og hæst móðins. Út úr austurhliðinni er krossálma, og þar er svo fyrir komið, að tjöldin ganga út og inn þvert út frá miðju leiksviðinu. Efst í álmunni er málarasalurinn. Þaðan geta baktjöld og hliðar- tjöld farið niður um rauf á gólfinu, sem má opna og loka, og niður í snikkaravinnustofuna, en úr henni geta þau enn gengið um rauf á gólf- inu og niður í tjaldageymsluna. Út frá leiksvið- inu er jafnhátt því geymsla fyrir húsgögn og þess háttar. Yfir henni er æfingasalur fyrir leik- endurna. Fyrir aftan leiksviðið er leikendasalur, skrifstofur og fjöldi af búningaherbergjum og önnur þægindi fyrir þá, sem leika. Við höfum ráðið Jens Hansen til þess að byggja upp renni- sviðið frá neðra kjallaragólfi og upp fyrir snúru- loft. Hann hefur verið leiksviðsmeistari á Det nye teater, og bygt þar upp rennisviðið. Hann hefur látið gleði sína í ljósi yfir því í einu Hafnarblaðinu, að hann nú, þegar hann er orð- inn 69 ára, skuli vera tekinn fram yfir þjska P'ófessora til að fara hingað til að selja upp leikhúsið hjerna, sem hann kallar »Det mest moderne Teater i Verden«. Þessi ummæli Jens Hansens munu vera i þýðingu »leikhúsið, sem er hæst móðins í heimi«. Indr. Einarsson. 1 Það hefur verið deilt um staöinn. En með pví að peir staðir, sem mörgum pykja æskilegastir, fást ekki, nema pá með ókleifum koslnaði, mun húsið verða reist við Hverfisgötuna. * Þjóðsöngur Færeyinga. (Lag eftir Jón Jónsson.) Eg oyggjar veit, sum hava fjöll og gröna líð, og taktar eru tær við mjöll um vetrartið; og áir renna vakrar har og fossa nógv; tær vilja allar skunda sær í bláan sjógv. Gud signi mitt föðiland Föroyar. Og tá ið veðrið tað er gott um summardag, og havið er so silvurblátt um sólarlag, so spegilklárt og deyðastilt og himmalreint — tað er ein sjón, eg veit tú vilt vel gloyma seint. Gud signi mitt föðiland Föroyar. Men tá ið stormar spælir lag á fjallatind, og bylgjurnar tær rúka af stað sum skjótasta bind, Og brimið stórar klettar ber langt upp á mol — tá bát að temja gaman er við stýris völ. Gud signi mitt föðiland Föroyar. Mitt föðiland tað fátækt er, eg veit tað væl — ei gullsand áin við sær ber um fjalladal; men meðan líðin elur seyð, og havið fisk, so fæst við Guds hjálp dagligt breyð á Færoyings disk. Gud signi mitt föðiland Föroyar. Mitt föðiland tað er ei stórt sum önnur lond, men so væl hevur Gud tad gjört við síni hond, at alla tíð tað til sin dregur hjarla mitt;

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.