Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 4
4 ÓÐ I N N 1 sömu svið og áður höfðu komið fyrir. Áður en byrjað var, var búið að setja upp þessi 9 leiksviðstjöld, og þegar leikið var þurfti ekkert annað en að snúa leiksviðinu nógu oft, og það tekur viðlíka margar sekúndur og það tekur mínútur á vanalegum leiksviðum, að skifta um leiksvið. Leiksviðinu er snúið með 2—3 hesta mótor. Húsið á að standa norðan við Hverfisgötu, næst fyrir austan Landsbókasafnshúsið. Frá syðri brún Hverfisgötunnar sjest Esjan báðu- megin, og það sýnist þaðan vera gengið út úr Esjunni.1 Haganlegt fyrirkomulag og hæst móðins. Út úr austurhliðinni er krossálma, og þar er svo fyrir komið, að tjöldin ganga út og inn þvert út frá miðju leiksviðinu. Efst í álmunni er málarasalurinn. Þaðan geta baktjöld og hliðar- tjöld farið niður um rauf á gólfinu, sem má opna og loka, og niður í snikkaravinnustofuna, en úr henni geta þau enn gengið um rauf á gólf- inu og niður í tjaldageymsluna. Út frá leiksvið- inu er jafnhátt því geymsla fyrir húsgögn og þess háttar. Yfir henni er æfingasalur fyrir leik- endurna. Fyrir aftan leiksviðið er leikendasalur, skrifstofur og fjöldi af búningaherbergjum og önnur þægindi fyrir þá, sem leika. Við höfum ráðið Jens Hansen til þess að byggja upp renni- sviðið frá neðra kjallaragólfi og upp fyrir snúru- loft. Hann hefur verið leiksviðsmeistari á Det nye teater, og bygt þar upp rennisviðið. Hann hefur látið gleði sína í ljósi yfir því í einu Hafnarblaðinu, að hann nú, þegar hann er orð- inn 69 ára, skuli vera tekinn fram yfir þjska P'ófessora til að fara hingað til að selja upp leikhúsið hjerna, sem hann kallar »Det mest moderne Teater i Verden«. Þessi ummæli Jens Hansens munu vera i þýðingu »leikhúsið, sem er hæst móðins í heimi«. Indr. Einarsson. 1 Það hefur verið deilt um staöinn. En með pví að peir staðir, sem mörgum pykja æskilegastir, fást ekki, nema pá með ókleifum koslnaði, mun húsið verða reist við Hverfisgötuna. * Þjóðsöngur Færeyinga. (Lag eftir Jón Jónsson.) Eg oyggjar veit, sum hava fjöll og gröna líð, og taktar eru tær við mjöll um vetrartið; og áir renna vakrar har og fossa nógv; tær vilja allar skunda sær í bláan sjógv. Gud signi mitt föðiland Föroyar. Og tá ið veðrið tað er gott um summardag, og havið er so silvurblátt um sólarlag, so spegilklárt og deyðastilt og himmalreint — tað er ein sjón, eg veit tú vilt vel gloyma seint. Gud signi mitt föðiland Föroyar. Men tá ið stormar spælir lag á fjallatind, og bylgjurnar tær rúka af stað sum skjótasta bind, Og brimið stórar klettar ber langt upp á mol — tá bát að temja gaman er við stýris völ. Gud signi mitt föðiland Föroyar. Mitt föðiland tað fátækt er, eg veit tað væl — ei gullsand áin við sær ber um fjalladal; men meðan líðin elur seyð, og havið fisk, so fæst við Guds hjálp dagligt breyð á Færoyings disk. Gud signi mitt föðiland Föroyar. Mitt föðiland tað er ei stórt sum önnur lond, men so væl hevur Gud tad gjört við síni hond, at alla tíð tað til sin dregur hjarla mitt;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.