Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 32

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 32
32 Ó Ð I N N ingarnar frá gamla heimilinu í Hróarsholti eru margar og góðar, en engin tök til að rifja þær upp hjer. En þessar línur eiga að vera ofurlítill þakldætisvoltur frá mjer og þeim öðrum, sem eiga þaðan góðs að minnast, og þeir vona jeg að sjeu margir. Freysteinn Gunnarsson. * Ingimundur Eiríksson og Helga Rasmusdóttir. Ingimundur Eiríksson, er lengi bjó á Sörla- stöðum í Seyðisfirði og andaðist þar 21. mars þ. á., fæddist 7. októ- ber 1849 á Stórabóli í Einholtssókn. For- eldrar hans voru Eirikur Eiriksson bónda í Öræfum Gíslasonar, og Guð- rún Arngrímsdóttir bónda í Holtum á Mýrum, Arasonar bónda í Skálafelli i Suðursveit,BrynjóIfs- sonar prests á Kálfa- fellsstað. — Bannig skýrði Ingimundur sjálfur frá ætt sinni. En Brynjólfur prest- ur, sem andaðist 1786 eftir 60 ára prestsþjónustu á Kálfafellsstað, var Guðmunds- son prests að Stafafelli, Magnússonar bónda í Viðborðsseli, Guðmundssonar prests í Einholti, ólafssonar sálmaskálds og prests á Sauðanesi, Guðmundssonar. Ingimundur Eiríksson ólst upp á Stórabóli, til þess er hann 1868 futtist með föður sínum, þá ekkjumanni, að Svínafelli Öræfum. I Öræf- um dvaldi Ingimundur nokkur ár, en flutlist eftir það til Kaupmannahafnar til að læra beyk- isiðn og dvaldist þar í 2 ár. Hrepti skipið i þeirri för versta veður og var 18 vikur í haíi. Áður var hann búinn í 2 ár að sigla með »spekulants«- skipum Sigurðar Sæmundsens, er hann hafði í förum hjer við land. En í prestsþjónustubókum er hann talinn 1875 »ílultur burt af Djúpavogi, til Seyðisfjarðar kominn frá Khöfn«. Eftir það dvaldist hann alla æfi í Seyðisfirði. Skömmu seinna giftist Ingimundur og reisti hús í Vestdalslandi, sem jafnan síðan er kallað Ingimundarhús. Pað- an stundaði hann bátaútveg á sumrum, jafn- framt því sem hann vann sjálfur að beykisstörf- um á haustum hjá kaupmönnum. Um 1890 tók hann til ábúðar jörðina Sörlastaði og stundaði þar landbúnað með sjávarútvegi. Kona Ingimundar var Rannveig Helga Ras- musdótlir Lynge. Hún fæddist á Borgargarðs- stekk við Djúpavog 11. apríl 1855. Foreldrar hennar voru Rasmus Rasmussen Lynge og Hall- dóra Sigurðardóttir Björnssonar, á Stekk. Ras- mus eldri Lynge var verslunarmaður á Akureyri, af dönsku kyni, og er fjölmenn ætt út af honum, dreifð um landið. Móðir Hall- dóru Sigurðardóttur var Helga Vigfús- dóttir sýslumanns í Þingeyjarsýslu Jóns- sonar bónda á Eyr- ailandi, Björnssonar sýslumanns á Bust- arfelli Pjeturssonar. Helga Vigfúsdóltir fluttist 8 ára að Nesi á Seltjarnarnesi og þaðan að Skálholti til biskupshjónanna Hannesar og Val- gerðar og giftist þar vaið prestur á Hálsi í Hamarsfirði. Sjera Árni druknaði niður um ís 1809. Helga lifði lengi eftir það eystra og and- aðist 30. mars 1855, mikil dugnaðarkona. Börn þeiria hjóna Ingimundar og Helgu voru 9, og verða hjer talin: Guðrún, Kristín, Þóra, Ástríður, Rasmusína, Vilhelmína, María, Eiríkur, Sigurður. Þau ólust öll upp á Sörlastöðum hjá foreldrum sínum fram á fullorðins aldur. Auk þessa fæddust þar upp 2 fósturbörn. Heimilið var því jafnaðarlega fjölment og allkostnaðar- samt, en bjargaðist vel, þó aldrei væru þar efni mikil, fyrir útsjón og atorku húsbóndans og nýtni og sparsemi húsfreyjunnar. Ingimundur var mikill fjörmaður og hraust- Ingimundur Eiríksson. Helga Rasmusdóttir. Árna presti Skaftasyni, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.