Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 46

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 46
46 ÓÐINN Haraldur Sigurðsson píanóleikari og frú hans. Pau hjónin Haraldur píanóleikari Sigurðsson frá Kaldaðarnesi og frú hans, Dóra Sigurðsson söngkona, hafa nú í nokkur ár bæði verið kennarar við Hljómlistaskól- ann í Kaupmanna- höfn, hann í píanó- leik og hún i söng. Venjulega koma þau hingað í sumarleyf- inu og hafa hjer söngskemtanir. Er pá altaf hvert sæti skipað í áheyrenda- salnum, og hafa þau frá fyrstu komu sinni hingað notið mikilla vinsælda hjá Reykvíkingum fyrir list sína. Haraldur er sonur Sigurðar heitins Ólafssonar sýslumanns í Árnes- sýslu, en frú Dóra er þýsk að ætt og upp alin í Pýska- landi, en þar dvaldi Haraldur á námsár- um sinum. Myndin, sem hjer fylgir, er tekin fyrir nokkrum árum. fram eins og sýnir sig á þvi, er hann seldi eina sauðinn, sem hann átti, til að geta borgað prest- inum fyrir ferminguna. Síðari árin voru kraftar hans mjög að þrot- um komnir. Urðu þá helstu störf hans þau, að rita upp og þýða sögur fyrir islensku blöðin. En atvinna gat það ekki heitið, því svo er hag- ur íslenskra blaða, að litlu geta þau launað þá vinnu, sem fyrir þau er gerð. Hetði hann því eigi notið aðgóðs bróður, sem búsettur er í Winni- peg, hefðu árin síðustu að líkindum orðið hon- um all-erfið. Snemma í nóv. 1924 veiktist hann, en eigi svo að hann færi i rúmið. Tók hann magnleysi mik- ið, og var hann fluttur á hið Almenna sjúkra- hús bæjarins. Smádró þar af honum, uns hann andaðist þar 26. þess sama mánaðar, sem fyr getur. Utför hans fór fram frá heimili bróður hans, Bergsveins M. Mong, 29. s. m., að við- stöddum hinum eldri kunningjum hans og vin- um. Sjera Hjörtur J. Leó talaði yfir leifum hans. Sem ráða má af því, sem þegar er sagt, var Sigmundur enginn sundurgerðarmaður og hafði sig lítt til sýnis. Hann var frábitinn öllum deil- um og vildi eigi standa í þrasi. Dult fór hann með skoðanir sínar. Áhugaefnið stóra var rit- söfnunin, sem hann vann að fram til síðasta dagsins. Er nú safn hans enn á ný orðið stórt, og stafar þó að mestu leyti frá árunum eftir að hann kom vestur. Mjög var honum ant um að safn þelta kæmist heim, sem og hinar sjaldgæfari bækur, er bann átti. í þeim tilgangi sendi hann heim til Reykjavíkur skrá yfir hand- ritasafn sitt, með þeim sem þetta ritar, sumarið 1921, og mæltist til að það yrði keypt inn á ríkis- skjalasafnið. Ríkisskjalavörður yfirfór skrána og taldi safnið mjög eigulegt, vildi gjarnan fá það, en kvað enga peninga þá fyrir hendi til að kaupa fyrir. Yoru þetta fyrstu og síðustu tilmæli Sigmundar um, að fá það að nokkru launað, sem var aðalæfistarfið. Sem að er vikið að fram- an, sendi hann Bókmentafjel. mikið safn fyrir 50 árum síðan, og aftur öðru sinni árið, sem hann fór til Ameríku, og tók eigi gjald fyrir. Tólf voru þau Sigmundur og systkini hans, þrjú hálfsystkini að föðurnum, en níu börn þeirra Matthíasar og Jófríðar, og var Sigmund- ur elstur þeirra. Hálfsystkinin hjetu svo: Björg, Steinunn og Matthías, en yngri systkinin voru, talin eftir aldursröð: Sigmundur, Jón, Jóhann, Þórarinn, Kristján, Sölvi, Bergsveinn, Jónas og Guðlög. Eru þau nú öll dáin nema þessir þrír bræður, Jón og Jónas, er búa á íslandi hjá börnum sinum, og Berg- sveinn timbursmiður, er býr að 6201 Alverstone Str. í Winnipeg. Sigmundur var fremur hár maður vexti, en svaraði sjer vel, bláeygur og bjartur yfirlitum. 1 öllum skilningi heyrði hann til hinum gamla skólanum, þeirra Brynjólfs frá Minnanúpi, Gísla Iíonráðssonar, Jóns Borgfjörðs og Daða Fróða. Sagnir og sögur af mönnum og atburðum frá eldri tíð voru unun hans og yndi. Með honum er mætur drengur til moldar genginn. R. P. Tekið úr »Heimskringlu« 28. jan. 1925, m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.