Óðinn - 01.01.1929, Qupperneq 53
Ó Ð I N N
53
Þorvarður Þorvarðsson
prentsmiðjustjóri.
Það er nú í ráði, að landstjórnin kaupi prent-
smiðjuna Gutenberg, og fjekk hún heimild til
þess hjá Alþingi á síðastliðnum vetri. En ekki
mun þó samningum um kaupin lokið enn, og
líklegast fara ekki eigendaskiftin fram fyr en um
næstu áramót. Prentsmiðjan Gutenberg er nú
25 ára, og strax í byrjun varð Þorvarður Þor-
varðsson einn af forgöngumönnunum að stofnun
hennar og hefur hann alla tíð síðan verið for-
stjóri prentsmiðjunnar, en hún var stofnuð sem
hlutafjelag og áttu allir prentararnir, sem þar
unnu, hluti í fyrirtækinu. Mun það vera eitt hið
fyrsta fyrirtæki hjer, sem stofnað er til með jafn-
aðarmenskusniði. Þorvarður hafði 1902 stofnað
hjer prentsmiðju, sem hann nefndi »Reykjavíkur-
prentsmiðjucc, og keypti hlutafjelagið Gutenberg
hana, en fjekk mikið nýtt til viðbótar, svo að
Gutenbergprentsmiðjan varð, er hún tók til
starfa, stærsta og fullkomnasta prentsmiðjan,
sem þá var til hjer á landi. Eru myndir af
prentsmiðjunni, forstöðumanni hennar og stofn-
endum, í nóvemberblaði Óðins 1908, og þar sagt
frá stofnun hennar og fyrirkomulagi.
Porvarður Þorvarðsson er nú nýlega orðinn
sextugur, fæddur 23. maí 1869, sonur Þorvarðs
hreppstjóra á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd
og konu hans Margrjetar Sveinbjarnardóttur
prests á Staðarhrauni, Sveinbjarnarsonar lög-
rjettumanns á Hvítárvöllum. Var Þorvarður
nokkur ár í Latínuskólanum, en lærði jafnframt
prentiðn á sumrum. Veturinn 1890 sagði hann
sig úr skóla og gaf sig eftir það allan að prent-
arastörfum. Fór hann skömmu síðar til Kaup-
mannahafnar og var þar við prentstörf um hríð
og síðan við ýmsar prentsmiðjur hjer í bænum,
þar til hann stofnaði sjálfur prentsmiðju 1902,
eins og fyr segir. Hann hefur verið dugnaðar-
maður og athafnamaður, með glöggu auga fyrir
nýungum á öllum sviðum. Eftir að hann eign-
aðist prentsmiðju stofnaði hann þrjú hlöð, fyrst
vikublaðið »Reykjavík«, þá barnablaðið »Æsk-
una«, sem enn kemur út, og loks mánaðar-
blaðið »Nýja lsland«. Það var fyrsta blaðið hjer,
sem hjelt fram kenningum jafnaðarmanna, og
Þorvarðurgekst
hjer fyrstur
manna fyrir
stofnun fjelags-
skapar meðal
veikamanna og
var formaður
fyrsta verka-
mannafjelags-
ins, sem hjer
var stofnað.
Einnig gekst
hannfyrirstofn
un Leikfjelags
Reykjavikur og
var lengi for-
maður þess.
Prentarastjett-
inni hjer hefur
hann verið hinn
þarfasli maður og var lengi forgangsmaður í
öllum fjelagssamtökum hennar. Á sextugasta
afmælisdegi hans gerði Prentarafjelagið hann að
heiðursfjelaga sínum. Fyrir Templarafjelagið
hefur hann lengi unnið og var um eitt skeið
útgefandi og ritstjóri blaðsins »Templar«. Hann
átli um hríð sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur og
er þess nú mjög minst, hve fast hann hjelt því
þar fram, að bærinn tæki Sogið til virkjunar í
stað Elliðaánna, og munu nú flestir sammála
um, að hann hafi sjeð þar rjett, þótt hann stæði
þá einn uppi með skoðun sína í því máli. Nú
fyrir skömmu hefur bæjarstjórnin samþykt að
virkja Sogið.
Porvarður Porvarðsson.
meir. Þá (1892) byrjaði hann meðal annars að
skrifa dagbækur, er hann hjelt síðan áfram til
dauðadags. Upp frá því notaði hann hverja
tómstund til ritstarfa, safnaði fróðleik, skrifaði
sagnir og munnmæli og orkti jafnt og þjett, m.
a. heila rímnaflokka.
Nítján ára að aldri fluttist hann úr Önundar-
firði að Eyrardal í Álftafirði. Saknaði hann æsku-
stöðvanna og mintist þeirra með hlýju, þrátt
fyrir alt. Frá Eyrardal fór hann vestur á Barða-
strönd til frænda síns D. Sch. Thorsteinssonar
hjeraðslæknis. Þaðan fór hann svo til Reykja-
víkur og hugðist læra skósmíði, en þoldi það
ekki sökum heilsubrests. Byrjaði hann þá að