Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 38

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 38
38 ÓÐINN haft mikið að sepja. Löngum hefur hann verið hreppsnefndaroddviti i sveit sinni, sýslunefndar- maður og í stjórn Kaupfjelags Borgfirðinga. Margir hafa litið svo á sem hann hefði sómt sjer mjög vel á alþingi sem fulltrúi sýslunga sinna, en ekkert hefur hann fýst að ganga þá götu. Heimili hans ber þess lika augljós merki að bústjórnin hefur ekki verið neitt hálfverk. Ekki þarf annað en að sjá heim að Lundum af flutningabraut þeirri sem liggur þar meðfram túninu, til þess að sannfærast um snildarbragðið sem þar er á öllum mannvirkjum, kemur það þó betur í ljós við nánari skoðun þegar heim er komið. Þar hafa fylgst að mikil verk og vel unnin. Væri hverjum manni boðleg sú fræðsla sem Guðmundur á Lundum gæti veílt í húsa- byggingum og jarðabótum. Breytti hann hjer iyrstur manna mýrum í tún með skurðum og lokræsum. Slíkar jarðarbætur eru nú orðið ekkert eins dæmi, þar sem dagsláttur í tuga- tali eru teknar þannig til yrkingar, en frum- kvöðlanna er samt ætíð vert að minnast um hvers konar framfarir sem er að ræða. Engar skýrslur hef jeg í höndum um tölu þeirra dagsverka sem Guðmundur hefur unnið í jarðabótum, eða yfir stærð á öllum hans miklu byggingum. Fyrir löngu hefur hann hlotið heiðurslaun úr sjóði Kristjáns konungs IX. fyrir miklar og vel unnar húsa- og jarða-bætur og síðan hefur hann aukið þar við stórfeldum um- bótum í byggingum, útgræðslum, áveitum og girðingum. Kona Guðmundar er Guðlaug Jónsdóttir frá Melum í Hrútafirði, f. 30. apríl 1861. Systkini hennar voru Jón prófastur á Stafafelli, Jósep hreppstjóri á Melum, Ingunn kona Björns Sig- fússonar hreppstjóra á Undirfelli og Finnur meðritstjóri Lögbergs í Winnipeg. Föðurfaðir þeirra var Jón sýslumaður á Melum, sem var nafnkendur maður á sinni tíð. Var hann líka móðurfaðir dr. Björns Olsen og þeirra systkina. Eru ýmsir niðja hans mestu vitsmunamenn. Þau Lundahjón giftust vorið 1889 og eru nú að fylla fertugasta búskaparárið. Er óhætt að full- yrða að flest hafi orðið þeim til gæfu og gengis alla þá tíð. Hafa þau sameinað þá miklu kosti sem þeim voru áskapaðir til þess að ráða yfir fyrirmyndar heimiii, þar sem hagvirkni, reglu- semi og góður fjárhagur hjeldust i hendur. Bæði bera þau hjón það með sjer, að þau hafa kunn- að að meta hið góða í lífinu, og gleðjast yfir því, þar á meðal mannvænlegum börnum. Þau eru bæði ung í sjón og ung í anda eftir því sem verða má á síðari árum hins sjöunda tugar. Geta þau af eigin raun tekið sjer í munn þessi orð Eggerts ólafssonar: »Vænt er að kunna vel að búa«. Hver sá, er skoðar sig vel um á Lundum, hlýtur að sjá það og viðurkenna, að þar sje bæði bóndi og húsfreyja sem kunni vel að búa. Ber þeim báðum þökk og heiður fyrir eftirbreytnis- verða fyrirmynd í þeim efnum. Hafa þau lengi verið sveitarstoð og stjettarsómi. Börn þeirra hjóna eru sex á lifi: Sigurlaug kona Sverris Gíslasonar í Hvammi í Norðurár- dal, Ragnhildur kona Sigurðar Jónssonar á Stafafelli, Ásgerður kenslukona á Siglufirði, Sig- ríður, Margrjet og Geir, öll í foreldrahúsum. Einn son, Ólaf að nafni, mistu þau 1920. Var hann um tvítugt, hið prýðilegasta mannsefni, sem ávann sjer allra hylli. Kr. P. m Þorsteinn Tómasson og Árný Árnadóttir. Þorsteinn var sonur Tómasar hreppstjóra að Skarði Jónssonar hreppstjóra að Gullberastöð- um, Þórðarsonar, Sigurðssonar bónda að Bakka í Melasveit. Voru þeir langfeðgar allir taldir hinir mestu búmenn og merkismenn. Jón á Gullberastöðum, afi Þorsteins, þólti t. d. einhver mesti bóndi um Borgarfjörð á sinni tíð, smiður góður, hestamaður mikill, en vínhneigður nokkuð. Kona Jóns á Gullberastöðum var Guðríður Sveinsdóttir prests að Hesti og víðar. Móðir Þorsteins var Sigríður Þorsteinsdóttir bónda Oddssonar að Reykjum í Lundarreykjadal. En móðir Sigríðar en amma Þorsteins var Elka Kristjánsdóttir Jónssonar frá Skógarkoti i Þing- vallasveit, og er sú ætt bæði fjölmenn og viða þekt. Þorsteinn ólst upp í föðurgarði uns hann misti föður sinn árið 1900, en síðan með móður sinni og stjúpföður. Þegar í æsku fór að bera á því, að í Þorsteini bjó meira en í flestum öðrum jafnöldrum hans. Hann var bókhneigður mjög og námfús, hagur á hvað sem var, bæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.