Óðinn - 01.01.1929, Síða 8

Óðinn - 01.01.1929, Síða 8
8 ÓÐINN Ekki manna er komið frá systkinum Gísla á Fellsöxl nema Jóni. Hann bjó á Búrfelli í Hálsa- sveit. Hann var greindur vel og orðfær, orð- heppinn og glaðsinna, einlægur og hreinskilinn, tryggur og greiðvikinn. Ætt þessi hefur verið í Fram-Skorradal og á næstu grösum um 300 ára skeið. Virðist það órækt merki um skapfestu og átthagatrygð, sem efast hefur verið um að íslendingar ættu í fari sínu, í öllu falli móts við Norðmenn frændur vora. Gamall Skorrdœlingur. 0 Hallur á Rangá. »Hallur á Steinsvaðk og síðar »Hallur á Rangá« er nafn sem mikið kvað að á Austurlandi á síð- ara helmingi 19. aldar, sjerstaklega í Fljótsdals- hjeraði. Það var merkur og mikilhæfur sveitar- höfðingi, sem nafnið bar, og höfðu vist flestir, sem kyntust honum, eitthvað gott um hann að segja. Hann var fæddur á Litlasteinsvaði í Tungu í Norðurmúlasýslu 15. júlí 1820. Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson og Hólmfriður Jónsdótt- ir, er bjuggu 35 ár á Litlasteinsvaði góðu búi og áttu þá jörð. Voru þau bæði komin af hin- um merkustu ættum á Austurlandi. Sigurður, faðir Einars, var sonur Halls hrepp- stjóra í Njarðvík við Borgarfjörð ("d. rjett fyrir 1770) Einarssonar, Guðmundssonar, Hallssonar lögrjettumanns i Njarðvík, Einarssonar digra, lögrjettumanns i Njarðvík (á lífi 1676, 81 árs, dó á tíræðisaldri), Magnússonar bónda í Njarð- vík, Þorvarðssonar bónda í Njarðvik, Björnsson- ar skafins bónda í Njarðvík, Jónssonar. Björn skafrnn átti Hólmfríði, systur Margrjetar ríku á Eiðum, dóttur Þorvarðs bónda á Eiðum og síð- ar i Njarðvík, Bjarnasonar bónda á Ketilsstöð- um á Völlum og síðar á Eiðum, er kallaður var Hákarla-Bjarni, Marteinssonar. Kona Bjarna og móðir Þorvarðs var Ragnhildur dóttir Þorvarðs ríka á Möðruvöllum í Eyjafirði, Loftssonar hins ríka á Möðruvöllum, Guttormssonar. Þorvarður Bjarnason keypti Njarðvik 17. á- gúst 1509 af Þorvarði lögmanni Erlendssyni systr- ungi sínum og flutti síðan þangað og bjó þar til dauðadags, (er dáinn fyrir 1523). Hann gaf Hólmfríði dóttur sinni Nes í Borgarfirði. Þar bjuggu þau Björn skafinn fyrst. En 1524 seldi Margrjet systir Hólmfríðar þeim Birni Njarðvík fyrir Nes. Þau Björn fluttu síðan þangað og bjuggu þar til dauðadags. Hólmfríður dó litlu fyrir 1559, en Björn lifði eitthvað lengur. Frá þeim kom mikil ætt og var kölluð Njarðvíkur- ætt, og var lengi ein af mikilhæfustu bændaætt- um á Austurlandi. í Njarðvík bjuggu afkom- endur Björns skafins óslitið fram undir 1790 og áttu jörðina. En oft var þar tvibýli. Sigurður Hallsson var hinn síðasti í beinan karllegg frá Birni skafinn, er bjó í Njarðvik. Hann átti hana hálfa og seldi þann hlut 27. nóv. 1787 Gísla bónda á Nesi í Borgarfirði, syni Hall- dórs prests á Desjarmýri, Gíslasonar prests hins gamla á Desjarmýri Gíslasonar, og höfðu þeir ættmenn þá búið í Njarðvík frá 1524, eða 263 ár. Annan helming Njarðvíkur átti þá Hávarður Guðmundsson Eiríkssonar prests í Þingmúla Sölvasonar. Hann var ekki af Njarðvíkurætt, en kona hans var af Njarðvíkurætt, Björg Vigfús- dóttir bónda í Njarðvík ólafssonar lögrjettu- manns i Bót, Andrjessonar. En kona ólafs og móðir Vigfúsar var Guðrún dóttir Magnúsar lög- rjettumanns í Njarðvik Einarssouar digra. Há- varður fjekk hálfa Njarðvík með konu sinni og bjuggu þau þar. Þau dóu bæði í janúarmánuði 1789. Keypti þá Gísli þann helming af erfingjum þeirra. Var þá Njarðvik gengin að fullu úr hinni gömlu Njarðvíkurætt, og voru þá liðin 281 ár frá þvf er Þorvarður Bjarnason keypti Njarðvík 1509. Sigurður Hallsson flutti frá Njarðvík að Nesi vorið 1788, eftir að hann hafði selt Njarðvík, og bjó þar til 1796. Kona hans var Þuríður dóttir Björns lögrjettumanns í Böðvarsdal, ólafssonar prests á Kirkjubæ (d. 1709), Ásmundssonar blinda á Hrafnabjörgum í Hlíð, Ólafssonar prest á Sauðanesi, sálmaskálds (d. 1608), Guðmundsson- ar. Þuriður var »stórlynd, röggsöm og röskct, en Sigurður »hversdagsgæfur«, segir presturinn á Desjarmýri um þau í manntalsbók. Þuriður dó á Nesi 1795, 3. apríl, 41 árs gömul. Var þá bú þeirra virt 450 rikisdali og 16 skildinga. Var það gott bú á þeim dögum. Þar í var Litlasteins- vað 12 hndr„ er hann hafði fengið fyrir hálfa

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.