Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 9

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 9
ÓÐINN 9 Njarðvík (auk nokkurrar milligjafar), virt 120 rdl., 5 hndr. í Fögruhlíð, virl 50 rdl., partur í Sleðlujót, 25 rdl., 2*/» hndr. í Hallgilsstöðum á Langanesi, 10 rdl. Börn Sigurðar og Þuríðar voru Björn bóndi á Ketilsstöðum í Hlíð, faðir Stefáns sýslumanns á Isafirði og í Árnessýslu, Hallur bóndí á Sleð- brjót, dugandi bóndi, vinhneigður nokkuð og þá svakafenginn, er hann var ölvaður, kallaður »Svarti-Hallur«, Einar bóndi á Litlasteinsvaði, Solveig kona Tunisar bónda á Brekku í Tungu, og Yilborg kona Odds bónda á Surtsstöðum Ei- ríkssonar, báðar myndarkonur. öll voru þau systkini fædd i Njarðvík. Sigurður Hallsson flutti að Litlasteinsvaði eft- ir lát konu sinnar ogbjó þar síðan, en síðast á parti úr Sleðbrjót, en dó á Brekku í Tungu 10. des. 1816 hjá Solveigu dóttur sinni. Einar sonur hans bjó eftir hann á Litlasteins- vaði góðu búi, og eignaðist þá jörð alla. Iíona hans var Hólmfríður dóttir Jóns bónda á Ket- ilsstöðum t Hjaltastaðaþinghá, Vigfússonar í Njarðvík, ólafssonar lögrjettumanns í Bót Andr- jessonar. Var Jón bróðir Bjargar konu Hávarðs i Njarðvík Guðmundssonar, og því af Njarðvík- urætt. En móðir þeirra og kona Vigfúsar í Njarð- vík var Halldóra IJorgrímsdóttir frá Skjöldólfs- stöðum, Jónssonar slúdents á Skjöldólfsstöðum, Gunnlaugssonar prests í Möðrudal, Sölvasonar prests í Möðrudal, Gottskálkssonar bónda á Beykjum i Tungusveit í Skagafirði, Magnússon- ar á Reykjum, er átti Sigríði dóttur Gríms lög- manns á Ökrum og Guðnýjar Þorleifsdóttur hirðstjóra á Reykhólum, Björnssonar ríka hirð- stjóra á Skarði, er Englendingar drápu á Rifl á Snæfellsnesi 1467, Rorleifssonar. En móðir Þor- leifs hirðstjóra var Ólöf dóttir Lolts ríka Gutt- ormssonar. Kona Jóns Vigfússonar og móðir Hólmfríðar á Steinsvaði var Þórunn laundóttir Árna bónda í Höfn í Borgarfirði Gíslasonar prests hins gamla á Desjarmýri, Gíslasonar lögrjettumanns á Hösk- uldsstöðum í Breiðdal, Eiríkssonar bónda á Breiðabólsstað i Suðursveit, Jónssonar prests á Hofi i Álftafirði, Einarssonar prófasts í Heydöl- um, er Heydalaætt er frá, Sigurðssonar. t*órunn var hálfsystir »Hafnarbræðra«. Móðir hennar var Rórunn dóttir Ólafs bónda á Kóreksstöðum og Ketilsstöðum í Hlíð, lög- rjeltumanns, Pjeturssonar á Hallgilsstöðum, Pjet- urssonar eldra, bónda á Torfastöðum í Vopna- firði, Bjarnasonar sýslumanns á Bustarfelli (d. 1667), Oddssonar. Kona Bjarna sýslumanns og móðir Pjeturs var Þórunn dóttir Björns sýslu- manns á Bustarfelli (d. 1602), Gunnarssonar sýslumanns á Víðivöllum í Skagafirði, Gíslason- ar. En móðir Björns Gunnarssonar var Guðrún dóttir Magnúsar prests á Grenjaðarstað, Jóns- sonar biskups Arasonar. Hólmfríður var mikilhæf kona, gáfuð og fróð vel. En bilaði að heilsu um miðjan aldur og lá síðan rúmföst allan síðari hluta æfinnar, en stjórnaði þó búi sínu innan húss með sæmd. Pólti öllum mikils um hana vert og höfðu marg- ir ánægju af að heimsækja hana og tala við hana, þótt rúmföst væri. Þau Einar höfðu giftst á Ketilsstöðum 1811 og bjuggu þar fyrst 3 ár, en foreldrar hennar hættu þá búskap og voru síðan hjá þeim til dauðadags, dó Jón 24. júní 1825, 78 ára, en Pórunn 4. febr. 1841, 84 ára. Vorið 1814 fluttu þau Einar að Litlasteinsvaði og bjuggu þar, þangað til hann dó 27. jan. 1849 á 65. ári (f. 6. ág. 1784). Þau áttu 5 sonu er upp komust. Voru þeir allir efnilegir menn, stórir vexti og hraustmenni, eins og þeir áttu kyn til. Voru 4 þeirra nærri 3 álnir á hæð, en hinn yngsti (Halldór) að eins góður meðalmað- ur. Jón hjet hinn elsti, f. 26. sept. 1817, bjó lengi á Mýrum í Skriðdal góðu búi, en síðast í Dölutn í Hjaltastaðaþinghá. Þá var Hallur, f. 15. júli 1920, Einar, f. 20. ág. 1923, bjó í Hvann- stóði í Borgarfirði, Björn, f. 29. nóv. 1826, bjó í Dölum og síðar á Kóreksstöðum, faðir Halls hrcppstjóra á Kóreksstöðum, og Halldór, f. 15. júlí 1828, bjó í Fremraseli, en lifði stult, þólti hann vænsti maður. Einar átti launson, er Sigurður hjet, f. 15. ág. 1826. Hann bjó lengst á Geirastöðum í Tungu og var faðir Stefáns hreppstjóra á Sleðbrjót. Móðir Sigurðar var Ingibjörg dóltir Jóns bónda Pjeturssonar á Reísstað. Hún átti síðar Þorkel Sigurðsson, bónda á Stekk í Njarðvík, góðan bónda. Var hún myndarkona. Hólmfríður bjó á Steinsvaði, eftir dauða manns síns, með sonum sinum, Halli, Birni og Hall- dóri, og var Hallur fyrir búinu. Jón og Einar voru þá kvæntir og komnir burtu. Prestur kallar Hall þá þegar í húsvitjunarbók »valmenni« og hjelt hann því áliti til dauðadags. Hann kvæntist þá um vorið (12. maí 1852) Helgu Sigfúsdóttur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.