Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 30

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 30
30 ÓÐINN firði, Hallssonar prests í Hvammi í Laxárdal (á 16. öld), Arnkelssonar. Kona Illhuga var Ing- unn Þorsteinsdóttir, Rögnvaldssonar og Sigríðar Heigadóttur, móðursystur Odds biskups. Kona Magnúsar spítalahaldara og móðir Hallgerðar var Sigríður Guðmundsdóttir frá Miðengi í Gríms- nesi, Sæmundssonar á Syðri-Brú, Engilbertssonar prests á Þingvöllum (f 1668), Nikulássonar. Kona Sæmundar var Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Neðrahálsi í Kjós, Narfasonar og Guðrúnar Ormsdóttur frá Eyjum. — Guðrún í Hróarsholti var 36 ára, er hún giftist Guðmundi og tók við búi með honum. En áð- ur hafði hún verið heitin frænda sínum Bjarna Steinþórssyni, — móðir hans var Helga, systir Halldórs föður Guðrún- ar. Með honum átti hún Ágúst, sem síðar verður nefndur. Halldór faðir hennar var andvígur ráðahagnum og varð ekki af, en Bjarni drukn- aði skömmu eftir að Ágúst fæddist. 1 þeim raunum sínum sýndi Guðrún þann kjark og þá festu, sem einkendi skap- lyndi hennar alla tíð. Fjöri hennar og glaðlyndi var við brugðið; aldrei var svo dimt, að ekki birti yfir þar sem hún kom. Þrekmaður var Guðrún hinn mesti, bæði til líkams og sálar; það var sama, hvaða störfum hún gegndi, alt gekk und- an henni. Hún var líka önnum hlaðin alla tíð, heimilið stórt og umfangsmikið. Pau voru sam- hent um það hjónin, að halda við þeirri rausn og stjórnsemd, sem alla tíð prýddi heimili þeirra. Hún var manni sínum önnur hönd og ekki sú vinstri. Ekki þurfti hún að brjóta með harðri hendi til hlýðni við sig, hvort sem voru börn eða hjú. Hún var sjálf til fyrirmyndar, vildi vel og rjeð heilt, átti fulla virðingu heimafólks síns, og var því öllum kært að fara að vilja hennar. Gestum og gangandi, sem að garði bar, tók hún með þeirri alúð og skörungsskap, sem henni var eiginlegur, og gerði sjer þar lítinn mannatnun. Fátæku fólki og bágstöddum, sem hún náði til, var hún betri en engin. Mun það flest ómælt og óvegið, sem hún ljet af hendi rakna á þann hátt. Heyrt hef jeg gamlan nágranna hennar fátækan segja það með tárin í augunum, að hún hafi verið besta vinkonan, sem hann hafi átt, og fleiri mundu geta tekið undir þau orð. Guð- rún var heilsuhraust fram á siðustu æfiár og dró ekki af sjer að vinna fyrir heimilið eins eftir að þau hættu búskap gömlu hjónin. Mann sinn stundaði hún með mestu nærgætni fram til hins siðasta og var þó sjálf þrotin að heilsu, er hann Ijetst. Síðasta árið lá hún lengst af rúmföst, en andlegum kröftum hjelt hún óskertum fram til síðustu stundar. Það ár var heimilið illa komið, því að húsbóndinn, son- ur hennar, hafði þá mist heilsuna. En meðan Guðrúnar naut við, var tengdadóttir hennar ekki ein í ráðum. Og skör- ungsskapur Guðrúnar, þrek og glaðlyndi entist henni til æfiloka. Hún Ijest 5. desember 1927, og urðu ekki nema tæpir þrírmánuðir milli þeirra hjónanna. SystkiniGuðrúnarvoru þau Bjarni í Túni á Eyrarbakka, kvæntur Þórdísi Jónasdóttur, bæði dáin, og Ragnhildur kona Jóhanns Einarssonar frá Kotlaugum. Ekki varð þeim barna auðið, Guðmundi og Guðrúnu, en ekki var þar barnlaust heimili fyrir þvi. Þegar þau tóku við búi, voru þau þar á heimilinu Árni og Sigurborg, börn Sigurðar og Yilborgar, systur Guðmundar; alin upp hjá Guð- mundi eldra. Þau voru hjá Guðmundi og Guð- rúnu fyrstu búskaparár þeirra. Hjá þeim ólust upp að mestu þrjú börn Jóns og Marínar, sem lengi voru vinnuhjú þeirra, þau Friðbjörg, Ein- ar og Gísli, sem er þar fæddur. Þá tóku þau til fósturs tvö systkinabörn Guðmundar ung að aldri, þær Ingibjörgu frá Túni og Margrjeti frá Einifelli. Sá, er^þetta ritar, kom að Hróarsholti 11 vikna og ólst þar upp til 18 ára aldurs, er þau hjálpuðu honum í skóla og kostuðu hann síðan til náms, svo lengi sem með þurfti. Var þeim það báðum jafnljúft og aldrei eftir talið. Gott var ungum að vera á heimili þeirra, hrein- lyndi þeirra og hjegómaleysi, dugnaður og dreng- Jón Einarsson. Marín Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.