Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 23

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 23
ÓÐINN 23 jón Runólfsson skáld. Hann er fæddur á Gilsárleigi í Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu I. sept. 1856. Hann er sonur Runóljs hreppstjóra í Snjóholti, Jónssonar hrepp- stjóra, Einarssonar, Jónssonar, Oddssonar prests á Hjaltastað i Hjaltastaðaþinghá. Ivona Jóns Odds- sonar og móðir Einars var Guðrún Bjarnadótt- ir, prests að Ási í Fellum, en kona sjera Bjarna i Ási var Guðrún dóttir síra Stefáns skálds í Vallanesi, Ólafssonar. Móðir Runólfs Jónssonar var Guðný dóttir sjera Sigfúsar Guðmundssonar á Ási í Fellum. Móðir Jóns Runólfssonar var Margrjet Bjarnadóttir, hálfsystir Bjarna Andr- jessonar bónda í Hnefilsdal á Jökuldal. En móð- ir Margrjetar hjet Helga og var dóttir Þorleifs Ásmundssonar bónda í Skógargerði í Fellum. Jón Runólfsson fluttist með foreldrum sín- um að Snjóholti í Eiðaþinghá, þegar hann var fimm ára gamall, og ólst þar upp þangað til að hann var sextán ára, en varð þá sýsluskrif- ari og hjelt því starfi í þrjú ár. Hann skrifaði snemma sjerlega fagra hönd, eins og bræður hans, faðir hans og Jón Einarsson afi hans. Ef til vill ritar enginn núlifandi Islendingur fegurri hönd en Sigfús Runólfsson bróðir Jóns. Run- ólfur faðir Jóns var mesti merkismaður, vel að sjer og prýðisvel hagmæltur. Árið 1879 fór Jón til Ameríku og settist að i Minnesota. Komst hann brátt að vinnu í prent- smiðju, og fjekk þar fyrstu undirstöðu í enskri tungu og enskum bókmentum. Til Winnipeg mun hann hafa komið árið 1883, og var hann eftir það á ýmsum stöðum bæði í Canada og i Bandaríkjunum. Haustið 1889 byrjaði hann á barnakenslu við skólann í Mikley í Nýja Islandi, og hefur hann stundað það starf við og við síð- an við ýmsa skóla. Hann fór heim til Islands sumarið 1903 og dvaldi þar í fjögur ár. Var hann þá um tíma aðstoðar-skrifari hjá Steingrími sýslumanni Jónssyni. Veitti Jón á þeim árum ungu fólki tilsögn í ensku, og var einnig um tima kennari við barnaskólann í Húsavikur- kauptúni. — 1 annað sinn fór hann heim til ís- 1 Grein þessi, eftir hiö vinsæla sagnaskáld Vestur- íslendinga, J. Magnús Bjarnason, er skrifuð fyrir nokkr- um árum, og glataðist þá handritið, en er nú aftur fundið og kemur hjer, ásamt kvæðunum, sem pví fylgja, eins og höf. hafði frá því gengið. Ititslj. lands árið 1912, dvaldi i Reykjavik ellefu mán- uði og las ensku með nokkrum ungum mönn- um. Síðan hann kom vestur aftur, hefur hann gefið sig svo að segja eingöngu við barnakenslu í Manitoba. Eiginlega hefur Jón Runólfsson ávalt haft hug- ann að mestu við skáldskapinn, einkum Ijóðin. Hann las um eitt skeið af mesta kappi helstu skáld • verk Noiðmanna, Svia, Dana og Englendinga, því að hann er prýðisvel að sjer í öllum Norðurlanda- málunum og ensku, þó hann hafi aldrei í skóla komið til að læra. En mest hafa þeir Byron lávarður og Alfred Tennyson hrifið hann, en þó einkum Tennyson. Og snemma mun Jón hafa byrjað að yrkja, en því miður er margt af ljóðum hans glatað. Hann týndi og glataði með ýmsu móti handritum sínum á hinu stöð- uga ferðalagi fram og aftur, því að í mörg ár átti hann enga hirslu til að geyma rit sín í, og hefur aldrei átt verulegt heimili stundinni leng- ur siðan hann fór úr föðurgarði. Og sá, sem þetta skrifar, man það glögt, að á árunum 1885 til 1890 ritaði Jón flest af kvæðum sínum á brjef- snepla og gamlan umbúða-pappír, sem hann svo týndi jafnóðum, og fóru þannig forgörðum nokkur hinna bestu kvæða, sem ort hafa verið á islensku vestan hafs, því að á þeim árum orti Jón mörg af fegurstu kvæðum sínum. Jón er hörpuljóðaskáld í fyrstu röð, og jafn- framt dálítið kýmniskáld. Og þó hann finni allra manna mest til sársaukans í lífinu, þá getur hann ekki varist því, að glotta að óhræsis til- gerðinni og hjegómadýrkuninni, sem svo mikið er af i heiminum. Hann hefur sjerlega glögt auga fyrir fögru formi í ljóðagerð, og hann þekkir manna best islenska bragfræði. Og málið vand- ar hann eins vel og nokkurt annað vestur- íslenskt skáld. Jón er líka ágætur ljóðaþýðari. Og þar skarar hann fram úr flestum íslenskum skáldum, hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.