Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 37

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 37
ÓÐI NN 37 Lundahjónin Guðm. Olafsson og Guðlaug Jónsdóttir. Mikið er nú rætt um það og ritað, hver nauð- syn beri til þess að rækta og prýða landið. Eng- inn neitar því að þau orð sjeu í tíma töluð. — Það er samt jafnan hægara að kenna heilræðin en halda þau. Sem betur fer situr þetta mál þó ekki við orðin ein. Margir eru þeir bændur i sveitum þessa lands, sem unnið hafa þrekvirki i margháttuðum jarðabótum. En alt verður það að metast með hlið- sjón af því, hve menn hafa átt til þessa örðuga að- stöðu í þeim efn- um. Þegar litið er yfir hinar breiðu bygðir Borgar- fjarðar er ekki lítil framförfrá þvísem var fyrir nokkrum áratugum. Túnin frikka og stækka. Þar sem áður voru mýrar eða móar eru nú fagrar sljettur. Stór og vönduð steinsteypu- hús rísa upp bæði yfir menn og búfjenað. Heiðar og heimalönd eru varin með margþættum girðingum og vegir lagðir bæði af almannafje og einstak- linga. Alt er þetta þegjandi vottur um framfarir og þær ekki litlar. Þegar jeg læt hugann hvaifla um bygðir þessa hjeraðs, sje jeg í anda ýmsa bændur, sem teljast mega fyrirmyndarmenn í búnaðarframförum. Væri það maklegt að þeirra væri minst og þeim væri þakkað fyrir mikil og vel unnin störf í þarfir lýðs og lands. — Kært væri mjer að senda Óðni myndir og æfiágrip þeirra Borgfirðinga sem verið hafa mestir umbótamenn og brautryðjendur í því, er teljast má til bjeraðsheilla. Sá, sem hjer hefur nú staðið lengst í fremstu fylkingu slíkra bænda, er Guðmundur á Lund- um. Hann er fæddur 10. júlí 1861. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson og Ragnhildur ólafs- dóttir. Voru þau hin mestu myndarhjón. Hafa Lundar verið ættar-óðal frá því snemma á 18. öld og máske lengur, þótt mjer sje það ekki kunnugt. Langafi Guðmundar var Þorbjörn Ólafsson riki, f. 1750, d. 1827. Kona hans var Pórkatla Sigurðardóttir sýslumanns, er kallaður var ís- landströll. Fjölmennar ættir eru frá þeim komnar. Þar á meðal ýmsir mestu búhöldar í Mýrasýslu, sem hjer er ekki rúm að nafngreina. Guðmundur var á barnsaldri er faðir hans ljetst. Alsystkini Guðmundar voru Ólafur bóndi í Lindarbæ í Holtum og Ragnhildur í Eng- ey, tengdamóðir Benedikts Sveins- sonar alþingis- manns og Hall- dórs Þorsteinsson- ar skipstjóra, bróð- ur sjera Bjarna á Siglufirði. Hálf- systur Guðmund- ar, Ásgeirsdætur, voruSigríðurekkja Jóns Tómasson- ar í Hjarðarholti, Guðrún kona Finns bróður Guð- laugar, konu Guð- mundar, og Odd- ný, gift kona í Vesturheimi. — Giftist móðir hans öðru sinni Ásgeiri Finnbogasyni, sem þá hafði mist fyrri konu sína Sigríði Þorvaldsdóttur prest Böðvarssonar. Ásgeir var mikilsvirtur og vinsæll. Líka var hann mentaðri en þá var títt um bændur. Minnist Guðmundur hans með óbland- inni ást og virðingu. Hjá honum hefur hann líka notið sinnar fyrstu fræðslu. Að öðru leyti má hann teljast með þeim sjálfmentuðu mönnum, sem alt hafa numið utan skóla. Snemma varð hann nafnkendur fyrir útlit og atgjörfi, fríður sýnum og karlmannlegur, hagsýnn og handlag- inn. Er hann var frumvaxta þóttu jafnokar hans ekki auðfundnir. Voru því miklar fram- tíðarvonir við hann tengdar, sem vel hafa rætst. Síðastliðin fjörutíu ár hefur hann verið einn meðal bestu stuðningsmanna í öllum þeim fje- lags-og framfara-málum sem bændur þessa hjer- aðs hafa fylkt sjer um. Hann er óskeikull sam- vinnumaður, bjartsýnn og öruggur, skýr í hugsun og vel máli farinn. Hafa tillögur hans jafnan Guðlaug Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.