Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 52

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 52
52 ÓÐI N N Björgvin Vigfússon sýslumaður. Hann er fæddur á Ási í Fellum í Fljótsdals- hjeraði 21. okt. 1866, sonur Vigfúsar prest Gutt- ormssonar og síðari konu hans, Guðríðar Jóns- dóttur frá Gilsá. Hann útskrifaðist úr Reykjavíkur- skóla vorið 1888 og tók próf í lög- um við Kaup- mannahafnarhá- skóla 4. febr. 1896. Sama ár varð hann umboðsmaður Múlasýslujarða og dvaldi næstu árin á Hallormsstað hjá mágkonu sinni, frú Elísabetu Sig- urðardóttur, ekkju Páls stúdents Vig- fússonar. Þar kvæntist hann frændkonu sinni, Ragnheiði Einars- dóttur, bónda og alþm. Gíslasonar á Höskuldsstöðum i Rreiðdal, en kona hans og móðir hennar var frú Guorún Jóns- dóttir frá Gilsá, og eru þau Björgvin sýslumað- urogfrú Ragnheiður systrabörn. 19. des. 1904fjekk Björgvin Skaftafellssýslu og 10. sept. 1907 Rang- árvallasýslu, og hefur gegnt því embælti síðan. Hann býr á Efra-Hvoli, hefur keypt þá jörð, reist þar vandað íbúðarhús og gert ýmislegar jarðabætur. Einnig hefur hann látið mörg fram- faramál sýslunnar mikið til sin laka. En þó er það einkum eitt mál, sem hann hefur beitt sjer fyrir nú á síðari árum, en það er skólamálið. Hefur hann komið fram með nýja hugmynd um hjeraðaskóla, sem hann ætlast til að landið reisi, en sýslurnar reki síðan á þann hátt, að ung- lingarnir vinni af sjer skólagjaldið. Er þegn- skylduvinnu-hugmynd Hermanns heitins Jónas- sonar þar breylt í það horf, að fyrir vinnu sína í almenningsþarfir innan hverrar sýslu fái ung- lingarnir ókeypis skólavist í sýslu- eða hjeraðs- skólanum. Sýslunefnd Rangæinga hefur nú fall- ist á þessa hugmynd og síðastliðinn vetur fluttu þingmenn sýslunnar málið inn á Alþing, en ekki náði það þó fram að ganga að þessu sinni. Var það borið fram sem heimildarlög fyrir land- sljórnina til þess að reisa skólahús á landsins kostnað fyrir þær sýslur, er æskja þess með al- mennri atkvæðagreiðslu og meirihlutasamþykki, að taka að sjer rekstur skóla með því fyrir- komulagi, sem lýst er hjer á undan. Hefur Björg- vin sýslumaður sýnt, að fyrir landssjóð er það mikill sparnaður í framtíðinni, að vera laus við árlegan reksturskostnað skólanna, en sú hug- mynd mun nú hafa alment fylgi, að unglinga- skólar þurfi að rísa upp í öllum hjeruðum lands- ins. Mál þetta á sjálfsagt fyrir sjer að ræðast á næstu þingum, og fylgi Rangæingar því fast fram, munu þeir koma því í kring, en eftir því, hvernig fyrirkomulagið reynist þar, mun það svo fara, hvort fleiri sýslur taka það upp. leik þeirra rita. Af síðari tíma skáldum þjóðar- innar unni hann einna mest Sigurði Breiðfjörð. Löngu síðar kvað hann við leiði S. Br.: Meistarinn í ljóðalist liggur bjerna grafinn. Bar snemma á því að þessi unglingur hafði yndi af því að ríma mál sitt, og var hann ekki gamall þegar ýmsar tækifærisvísur bárust frá honura. Og um fermingu orti hann Ijóðabrjef til kunningja síns, sem laglega þótti kveðið af svo ungum manni. Svo liðu dagar og svo liðu ár. Og jafnt og þjett óx þráin og þörfin til rit- starfa og næðis til skáldskapar, en á hina hlið- ina kölluðu skyldustörf vinnumannsins. En vonin um bjarta framtíð leyndist þó í dag- draumunum. Ef til vill kæmi tækifærið og nýjar leiðir til frama. En skyndilega dró ský á fram- tíðarhimininn. Því heilsa Magnúsar bilaði svo átakanlega fyrir innan tvítugt, að hann varð að liggja rúmfastur kringum 2 ár. Var þá dimt yfir um tíma, að vera útilokaður frá hinni frjálsu og óþvinguðu náttúru, sem hafði heillað og laðað unglinginn og veitt honura drjúga hjálp með fegurðargjöfum og fyrirheitum. En þegar hann fór að hressast úr þeirri legu byrjaði hann af alvöru að fást við ritstörf og jók það síðan æ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.