Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 58

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 58
58 ÓÐINN Magnús Friðriks- son og Staðarfeli. fellshjónanna, Magnúsar Friðrikssonar og Soffiu Gestsdóttur, sem er jörðin Staðarfell, virt á 70 þús. kr., en með áhvílandi 8400 kr. skuld, og siðar 10 þús. kr. peningagjöf, og er ætlunarverk þeirrar gjafar, að halda uppi húsmæðrakenslu- deild við skólann. Gjöf Staðarfellshjónanna nefn- ist: »Minning fósturbræðranna Gests Magnús- sonar og Magnúsar Guðflnnssonar«, en Gestur var sonur þeirra hjónanna og druknaði fyrir nokkrum árum, en Magnús var fóstursonur þeirra. Gjafabrjef frú Herdísar er frá 15. janúar 1890. Hún hugsaði sjer skólann í likingu við þáver- andi Ytri-eyjarskóla og óskaði, að hann yrði helst settur í einhverja af sýslunum kringum Breiðafjörð, en yrði því ekki við komið, þá í ísafjarðarsýslu, eða þá, hvar sem hentast þætti í Vesturamtinu. Er langt síðan að farið var að ræða um það þar vestra og í blöðum landsins, hvar skólanum skyldi valinn staðinn, og komu fram um það margar uppástungur. En gjöf Staðarfellshjónanna er því skilyrði bundin, að Herdísarskólinn yrði reistur á Staðarfelli og tók landsstjórn og Alþingi á sínum tíma við gjöf- inni með þvi skilyrði. Er afsalsbrjef þeirra fyrir eigninni dags. 6. apríl 1921. Staðarfell er ættar- óðal frú Herdísar. Þar höfðu forfeður hennar búið um langan aldur og gert garðinn frægan. Er því líklegt, að henni hefði verið það vel að skapi, að skólinn yrði reistur á Staðarfelli. Þar hefur nú um tvö undanfarin ár verið rekinn lmsmæðraskóli, sem notið hefur gjafar Staðarfellshjónanna og einnig verið studdur af opinberu fje. Ungfrú Sigurborg Kristjánsdóttir frá Múla í ísafjarðarsýslu hefur veitt honum forstöðu og farist það prýðilega, en bróðir hennar, Magnús Kristjánsson, sem áður var ráðsmaður á búi Thors Jensen á Korpúlfsstöðum, hefur staðið fyrir búi á Staðarfelli, hinn mesti dugn- aðarmaður. Frá byrjun þessa árs hefur skólinn verið rekinn fyrir reikning Herdísarsjóðsins. Magnús Friðriksson hafði reist á Staðarfelli all- stórt steinhús og vel vandað, og er það nú skólabús. En ungfrú Sigurborg hefur látið reisa til viðbótar timburhús, sem skólastúlkurnar sofa í, en ekki sjest á myndinni. Er fagurt umhorfs á Staðarfelli og jörðin veigamikil til búskapar, enda gamalt höfuðból. Vígsla skólans fór fram í kirkjunni á Staðar- felli að viðstöddum fjölda manns. Voru þar menn úr Reykjavík, sem kenslumálaráðherra hafði boðið með sjer vestur á varðskipinu »óðni«, úr Stykkishólmi og svo víða að úr Dalasýslu. Magnús Friðriksson, sem nú er búsettur í Stykkis- hólmi, stjórnaði vígsluathöfninni, en kenslu- málaráðherra sagði sögu stofnunarinnar og ósk- aði henni þrifa og heilla í framtíðinni. Ýmsir fleiri töluðu, þar á meðal Páll Bjarnason sýslu- maður, er mintist frú Herdísar, frændkonu sinn- ar. Er mynd af henni í aprílblaði Óðins 1912. Hún er þá dáin fyrir 14 árum og umræður eru að hefjast um það, hvar hinn væntanlegi kvenna- skóli Vesturlands eigi að standa. Frú Herdís var dóttir Guðmundar Skeving í Flatey, en gift Brynjólfi Benediktsen frá Staðarfelli. Hún »var kvenna fríðust og höfðinglegust i sjón og hjelt þeim yfirburðum til hárrar elli,« sagði Þórhallur biskup um hana í »N.Kbl.« 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.