Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 15

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 15
ÓÐINN 15 ljettari, og keypti 60 hesta hey (úthey) af Hall- grimi á Ketilstöðum fyrir 600 kr. Dýrt þótti honum það að vísu, en taldi þó rjett að kaupa. Ætlaði hann heyið bæði sjer og öðrum. Var svo heyið sótt. En svo fór, að hann þurfti aldrei að nota það sjálfur, en upp gekk það eigi að síður til annara og kom að góðu liði. Hjet hann því þá, að hann skyldi sjá svo um, að þurfa ekki að kaupa hey í harðindum af öðrum og tókst honum það; en margan heyhestinn ljet hann sjálfur úti og það iðulega án þess að taka verð fyrir. Litlasteinsvað er beitarsæl jörð og landrými mikið, en heyskapur reilingssamur, og jörðin heldur erfið til búskapar. t*egar Hallur tók að eldast fór hann að skygnast um eftir hægari jörð. Gafst honum þá kostur á Njarðvík, hinu gamla höfuðbóli ættar hans, og jafnframt á Rangá í Tungu. Langaði hann að visu til að kaupa Njarðvík, en hún var miklu dýrari, og svo hjeldu ýms bönd honum við Tungu. Iieypti hann svo Rangá og flutti þangað 1878. Sú jörð er miklu landminni en Steinsvað, en líka miklu hægri til búskapar; heyskapur nær- tækur og hey gott og tún lá vel til stækk- unar. En þá var þar alt í niðurníðslu. Á Rangá stóðu 3 bæir, allir komnir að falli. Bygði hann þegar reisulegan bæ og síðan öll úthýsi, og þar með hlöður. Þar tók hann síðan til jarðræktar, stækkaði túnið og ræktaði sem best, gróf langa vatnsveitu- skurði um engjar, hlóð flóðgarða o. fl. Hjelt hann þar þegar allri hinni sömu rausn sem á Steinsvaði. Var nú Rangá í einni svipan orðin stórbýli, er hann var kominn þangað; en rauna- lega þótti sneiðast um á Steinsvaði. t*ó var það bót í máli, að höfðinginn frá Steinsvaði bjó þó enn í Tungu, þó að nú byggi hann á sveitarenda. Sama gestrisni hjelt áfram á Rangá eins og Steinsvaði og engu minni umferð var þar, ef ekki meiri. Rangá var á krossgötum eins og Steinsvað. Lá þar um nær öll umferð utan úr Tungu og upp á Uppsveitir, og aftur þvers yfir fremsta hlut Tungu og austur yfir Lagarfljót. Hafði hann þar enn ferju á Lagarfljóti, þótt ekki væri lögferja. Og var líkt um alt ferjulag eins og á Steinsvaðí. Olli ferjun sú oft miklum verka- töfum. Var einnig oft ilt verk og hrakningssamt að ferja, einkum fje á haustum, er til kaupstað- ar var rekið. t*á var sá aldarháttur, að menn Jónas Jónsson þingliússvörður. birgðu sig vel að vínföngum, er þeir fóru í kaupstað, og veittu oft óspart, þeim er að íerju- störfum unnu, þá er þeir komu aftur. þá gleymdu þeir ekki húsbóndanum heima, því að þeir vissu, að honum þótti vín gott. Varð þá stundum meira um þá nautn, en honum var holt, einkum þeg- ar hann eltist. Og hefði þá stundum getað orðið brestur á umsjón búsins, ef kona hans hefði eigi verið. Hún sá um, að alt gengi sinn gang þó að hann tefði stundum alllengi með kunn- ingjum sínum. En ekki þótti henni vænt um þau vinahót komumanna, þó að hún hefði fá orð um. Þegar vetrarharðindi urðu mikil, rak oft að þvi, að ýmsir bændur í ytstu sveitum Fljótsdals- hjeraðs lentu i heyskorti. Var það þá oftast þrautaráð þeirra að reka fje sitt upp í hinar efri sveitir hjeraðsins, Fell, Völlu og Skóga og einkum Fljótsdal, og koma því þar fram á beit og þeim heyjum, er fengist gátu. Var þar þá iðulega snjólítið eða jafnvel autt að mestu þegar á leið vetur eða kom fram yfir sumarmál, þó að jarðlaust væri með öllu í útsveitum. Hallur tók þá ætíð þann þátt í að bjarga, er hann gat. Eftir það er hann kom að Rangá, voru þrír bæir í Fram-Tungu, er ætíð höfðu nóg hey og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.