Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 51

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 51
ÓÐINN 51 sístarfandi á andlegu sviði. Yar fljótt auðfundið, að honum var ekkert meira hjartans mál held- ur en að fást við ritstörf í næði. En líf hans komst þó aldrei inn á þær brautir, sem hann þarfnaðist og þráði mest. Það var eins og hann yrði fyrir ýmsum ónotalegum olnbogaskotum og misskilningi, sem fjarlægðu hann hugsjón sinni. Kjör fátæks manns, sem ber andleg mál fyrir brjósti, eru oft raunasaga. Svo var saga Magnúsar að mörgu leyti. Strit, heilsubrestur og misskilningur lömuðu starfsþrek hans sí og æ á þessu sviði. En hann reyndi þó sem oftast að lifa í þeim heimi, þar sem gull og grænir skógar vonanna töfruðu í fjarska, og komast á þær sjónarhæðir, sem opnar skáldum og leit- andi mönnum útsýni yfir fegurðarlönd fram- tíðarinnar. Magnús var upprunninn frá ísafjarðardjúpi. Var hann fæddur að Tröðum í Súðavikurhreppi 6. ágúst 1873. Var faðir hans skáldmæltur og hafði fengist við barnakenslu, og afi hans hafði verið prestur þar í Ögurþingum. Móður sinnar, Friðriku Kristjánsdóttur, mintist hann sem góðr- ar og greindrar konu. En 6 vikna gamall var hann fluttur frá for- eldrunum til Önundarfjarðar. Ólsl hann þar upp hjá vandalausu fólki. Að sjálfs hans sögn leið honum þar ekki vel og varð æska hans næsta óblíð. Hann átti ýmsar þrár og eftirlanganir, sem mættu misskilningi. Og hann fór á mis við þann yl, sem skilningsgóð og ástrík móðir vermir barni sínu með um hjarta. Var hann snemma hugsandi og fór sínar götur, sem venju- lega lágu þá eitthvað frá alfaraveginum. Fjekk hann ott »kúlur að kemba«, ef skylduverkin voru miður vel rækt. Og tíðum gat það komið fyrir þegar hugðarefni unglingsins leiddu hann og lokkuðu inn á glæsilegar brautir. Stundum mun hann jafnvel hafa þótt ratalegur t. d. við skepnur. En fengi hann ákúrur, var barnslundin of bljúg til þess að þola það, tilfinningarnar of viðkvæmar til þess að standast kaldlyndi og hnútuköst. Hann varð þvi beygjulegur og ótta- glöggur og hikandi, ef eitthvað bar út af. — En það leyndi sjer ekki að þessi unglingur var fluggáfaður og hafði snemma löngun til þess að kynnast bókum. En tíminn var ætlaður til annars en að sinna bókum og fræðslu eftir þörfum þessa unglings. I3að var látið nægja að gefa honum forskrift tvisvar sinnum. En eftir Olfert Ricard prestur. Olfert Ricard prestur I Kaupmannahöfn er nýlega dá- inn, einn af helstu prestum Dana og forvígismönnum K. F. U. M. par i landi. Frá honum er sagt í »Undir- búningsárum« sjera Friðriks Friðrikssonar og kannast lesendur »Óðins« við hann paðan. að hann þekti skrifstafi var hann sískrifandi. Á svellin og skaflana skrifaði hann með stafn- um sínum, inni skrifaði hann á rúðurnar, mjölið í kvarnarstokknum eða jafnvel á flolið í öskj- unum. Og þegar hann lá vakandi um nætur til fóta fóstru sinnar og gat ekki sofið, af því að hugurinn var órór og leitaði eitthvað út í bláinn, varð það helst fyrir, að hann byrjaði að skrifa á fætur fóstru sinnar eða koddann og rúmfötin. — Bækur urðu honum snemma eins og heilsu- lindir, sem hann reyndi að teiga af við hvert tækifæri. Varð hann fljótt sjálfbjarga til lestrar og var álitinn húslestrarfær á 6. ári. Æskusaga hans varð jafnframt saga siþyrstrar sálar eftir andlegum verðmætum. Las hann meira en al- ment gerist og kyntist á unga aldri fornskáld- unum og fornsögunum og varð hrifinn at glæsi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.