Óðinn - 01.01.1929, Síða 5

Óðinn - 01.01.1929, Síða 5
ÓÐINN 5 tí rúm tað best í Föroyum hevur at sláa frítt. Gud signi mitt föðiland Föroyar. Mitt föðiland! tað ynski mær í hjarta er, at lukkan góð má fylgja tær á tini ferð, so leingi sólin roðar í fjöll um morguntið, og skuggi fer um grönan völl og bratta líð. Gud signi mitt föðiland Föroyar. Fr. Petersen. Þýðing eftir Jakob Jóh. Smára. Jeg eyja get, með grjót og fjöll og græna hlíð, og þaktar eru þær af mjöll um þorra-tíð; og árnar fljóta fagrar hjer með fossa nóg; þær vilja fegnar flýta sjer alt fram í sjó. Guð Færeyjar frjófgi og blessi. og gullsand flytja fljótin síst um fjöll og mel; en meðan hlíðin sýnir sauð og sjórinn fisk, þá fæst með guðs hjálp fæðan — brauð á fólksins disk. Guð Færeyjar frjófgi og blessi. Mitt ættarland er ekki sterkt sem önnur lönd, en svo vel hefur guð það gert með gæskuhönd, að alla tið það að sjer vefur anda minn; í Færeyjum hann frelsið hefur, friðinn sinn. Guð Færeyjar frjófgi og blessi. Mitt ættarland! Sú ósk er mjer æ inst í hug, að fögur gæfan fylgi þjer með frama’ og dug, á meðan sindrar sól á fjöll um sumartíð og bregður skugga’ á bjartan völl og bratta hlíð. Guð Færeyjar frjófgi og blessi. Er veðrið svifur sælt og dátt um sumardag, og hafið sýnist silfurblátt um sólarlag og lygnurákum ljómar með, svo himinhreint, — þá er það sjón, er guma geð mun gleyma seint. Guð Færeyjar frjófgi og blessi. Er stórviðrið um fjöllin fer með ferleg hljóð, og bylgjur hendast hratt um ver sem hamslaust stóð, en stóra kletta brimið ber upp bratta möl, — að stýra bát þá styrking er með stjórnarvöl. Guð Færeyjar frjófgi og blessi. Mitt föðurland er fátækt víst, það fmn jeg vel, — * Guömundur Kristinn Ólafsson skipstjóri. Hann var fæddur 6. des. 1857 að Litla-Seli í Reykjavík og átti heimili hjer i bænum alla æfi. I’egar innan við fermingu tók hann að sækja sjó með föður sínum, ólafi Steingrímssyni. Þeg- ar Guðmundur var 18 ára varð hann formaður á opnu skipi og var það um 12 ára skeið. Um þær mundir var sóttur sjór af miklu kappi á opnum skipum frá Reykjavík og Seltjarnarnesi. En í kringum 1890 færðist útgerðin í aukana og um það leyti komu þilskipin til sögunnar fyrir alvöru. Helgi Helgason útgerðarmaður smíðaði þá hvert skipið eftir annað og gerðist nú Guð- mundur formaður hjá honum og stýrði þilskipi um 20 ár. Eftir þann tíma var hann nokkur missiri með botnvörpung, en siðan ljet hann af

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.