Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 43

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 43
ÓÐINN 43 hraustur og atgjörvismikill eftir aldri og að sama skapi þægur og verklæginn, og hafði vel tekið eftir ýmsu er að sjómensku laut þennan tíma, sem hann hafði verið á kaupskipinu. Sá skip- stjórinn það fljótlega, að hann var oft fljótari til og úrræðabetri en flestir af skipverjum, sem bæði voru latir og fákunnandi. Þótti honum því sjerlega vænt um drenginn, og faðmaði hann og kysti, á stundum, er hann hafði einhverju af lokið, sem skipstjóranum fanst mikið um. Er Long hafði verið um hríð á ræningjaskip- inu, kom á þá ofviður ógurlegt svo skipið rak í svartnætti á grynningar við Jótland í Dan- mörku og strandaði þar. Skipið sást úr landi og varð mönnum bjargað, þó mörgum þrekuð- um af frosti, en Richard var heill ogóskemdur, sem þó mátt nærri furðu kalla, þar sem hann var ungur að aldri og orku. Skipshöfnin var send til Frakklands, en Ric- hard varð eftir á Jótlandi, allslaus í ókunnu landi. En þá vildi honum það til að hjeraðs- dómari nokkur, Lindal að nafni, er bjó í Lem- vig á Jótlandi, tók hann að sjer, þegar hann kom af skipbrotinu, breytti við hann eins og besti faðir og ól hann upp í húsi sínu. Þar lærði hann skrift og reikning, hvorttveggja af- bragðsvel, og þar fjekk hann undirvísun í hand- verkum, náttúrufræði og fleiru, sem hann bjó að alla æfi sjer til gagns og sóma. Hjá þessum heiðursmanni dvaldi hann í 7 ár. Þá var hann fenginn til að vera skrifstofu- stjórihjástórkaupmanni Andrjesi Kyhn; hann bjó þá í Khöfn, var álitinn stórríkur maður og hafði víðtæka og mikla verslun á íslandi. Hjá honum var Richard Long fyrst á skrifstofu hans i Khöfn, en svo var hann sendur af Kyhn til Reyðar- fjarðar á Austfjörðum, því þar átti Kyhn versl- un. Var hann þar verslunarstjóri, þar til Kyhn varð gjaldþrota, hvar við eignir hans sundruð- ust og verslun sú, er Long var fyrir, hætti. Eftir að Long bætti verslunarstörfum bjó hann um hríð sem bóndi, fyrst á Eskifirði, svo á Sellálrum í Reyðarfirði. En er hann hætti bú- skap fór hann til Þórunnar dóttur sinnar og manns hennar, Pórólfs Jónssonar, og þar dó hann í júní 1837. Börn Richards Longs með konu hans, Þór- unni Þorleifsdóttur bónda í Stærri Breiðu- vík, Bjarnarsonar Ingimundarsonar, voru þessi: Jón, Matthías, Georg, María, Elizabeth, Þórunn. Auk þeirra átti hann tvo sonu, Þórarinn og Kristján. Móðir þeirra hjet Kristín Þórarins- dóttir. Richard Long var fullkominn meðalmaður á hæð og gildleika og sterkur vel, frjálslegur í sjón, heldur dökkleitur, listaskrifari, ágætur smið- ur og erfiðismaður hinn mesti«. Söguágrip þetta, þó eigi sje lengra, er ljóst og skipulegt. Segir það frá afareinkennilegum at- burði, er eigi mun þó vera einstæður með öllu í sögu ís- lands, hversu ungir og etnilegir menn frá útlöndum liafa fyrir sjerstök at- vik örlaganna flutst þangað og setst þar að. Einmitt á þeim tíma sem Richard Long fer að heim- an, er hafinn ófriður milli Englands og Frakklands. Er það á fyrstu uppgangs- árum Napóleons. Hafa því siglingar verið mjög hæltulegar og naumast börnum hent að vera í förum landa á míllum. Mun það og mestu hafa ráðið því, að Richard fór aldrei heim aftur, staðnæmdist fyrst i Danmörku og síðar á Islandi. Næstelsti sonur Richards Longs og Þór- unnar konu hans, Matthías, átti fyrir konu Jó- fríði dóttir Jóns bónda á Freyshólum í Skóg- um, Eiríkssonar bónda á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, Bárðarsonar, en kona Jóns á Freys- hólum var Guðbjörg dóttir Magnúsar bónda á Borg í Skriðdal, Guðmundssonar Tönnessonar á Hvanná á Jökuldal. Bjuggu þau Matthías og Jófríður um tíma í Stakkahlíð í Loðmundar- firði, og þar er Sigmundur fæddur 7. sept. 1841. Ársgamall fluttist hann með foreldrum sinum upp í Fljótsdalshjerað. Börnin voru mörg og var efna- hagur fremur þröngur, urðu þau því að láta þau frá sjer, er þau stálpuðust, svo að þau hefðu ofanaf fyrir sjer sjálf. Níu ára gamall var Sigmundur ljeður sem smali til vandalausra, eftir það fór hann aldrei heim aftur til foreldra sinna, og vann fyrir sjer á ýmsum stöðum þar Sigm. Matthías Long.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.