Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 49

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 49
ÓÐINN 49 Arni Filippusson. Hann er fæddur 17. marts 1856 í Háfshól í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru Filippus, sonur Bjarna sterka á Sandhólaferju, — sem var orðlagður glímumaður á sinni tið — og Guðrún Árnadóttir dbrm. frá Stóra-Hofi á Rangár- völlum, Jónssonar í Sauðholti, mestu sæmdar- hjón. Bæði voru þau hjónin komin af sjera Filippusi Gunnarssyni í Kálfholti. Rau fluttust að Horni í Háfshverfi skömmu eftir að Árni fæddist og þar dó Guðrún, en Filippus flutt- ist síðar að Efri-Hömrum í Holtum og bjó þar lengi. Ólst Árni upp hjá honum fram undir tvítugsaldur. Nokkurrar tilsagnar naut hann á þeim árum hjá ísleifi Gíslasyni presti á Stokkalælc (síðar í Arnarbæli í Ölfusi). Naut hann þar hæfileika sinna og vinsælda for- eldra sinna, en ekki voru efni til að setja hann til skólanáms. Innan við tvítugsaldur rjeðst hann í vinnumensku til Hermanns Jónssonar sýslu- manns á Velli, og gegndi jafnframt skrifarastörf- um. Þar var hann 8 ár, en fór síðan að Ási í Holtum og var þar 5 ár. Þaðan fór hann til Vestmannaeyja og varð kennari við barnaskól- ann í 5 vetur, en stundaði verslunarstörf á sumrin þau árin og nokkur ár eftir það. Fór síðan til Hafnarfjarðar og var þar við verslun- arstörf og var um tíma verslunarstjóri fyrir Fischersverslun þar. Var síðan stuttan tíma í Reykjavík við verslun en fór svo aftur hingað til Vestmannaeyja árið 1900 og hefur búið hjer síðan. Var framan af við Brydesverslun hjer, en hefur annars gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Árið 1894 gengust þeir Jón sál. Magnússon (síðar fors.ráðherra), er þá var sýslumaður hjer, og Árni fyrir þvi að stofnaður var sparisjóður fyrir eyjarnar. Árni varð gjaldkeri sjóðsins og í stjórn hans alla tíð, þar til sjóðurinn var af- hentur útbúi íslandsbanka 1920, að undantekn- um þeim árum er hann dvaldi í Hafnarfirði og Reykjavík. Innlög í sjóðinn urðu ekki full 3 þús. fyrsta árið, en siðasta árið voru þau nokkuð yfir 300 þús. kr. Árni varð gæslustjóri útibús Islandsbanka, er það var sett hjer, og er það enn. Skipaábyrgðarfjelag hafði verið stofnað hjer 1862, en 1908 var vjelbátum farið að fjölga svo að þá var mynduð sjerstök deild fyrir þá, sem nú er orðin sjerstakt fjelag og heitir Bátaábyrgð- arfjelag Vestmannaeyja. Árni varð strax gjald- keri og í stjórn deildarinnar og síðan fjelagsins og er það enn. Fyrsta árið var virðingarverð trygðra báfa í fjelaginu 91 þús , en síðastl. ár 1 milj. og 915 þús. Árið 1902 gengust þeir Árni og Sigurður Sig- urfinnsson hrepp- stjóri fyrir því að reist var íshús, aðallega til þess að geyma beitu. Var Isfjelag Vest- mannaeyja stofn- að í því skyni. Árni var strax kos- inn í stjórn þess fjelags, og hefur lengst af verið í henni, og gjald keri fjelagsins frá byrjun og er það enn. Stórfeld brey t ing var gerð á is- húsinu 1908, er hætt var að nota ísinn, en tekið að nota frystivjelar. Velta fjelagsins hefur verið yfir 200 þús. kr. sið- ustu árin. Gjaldkeri Björgunarfjelags Vestmannaeyja var Árni meðan hlutafjársöfnun handa fjelaginu fór fram. I skólanefnd var hann kosinn 1908, og hefur verið formaður hennar og gjaldkeri skólans síðan 1916. Hann átti mikinn þátt í því, að reist var mikið og traust skólahús. Hann hefur jafnan verið eindreginn stuðningsmaður skólans, ekki síst er örðugast var um skólahald. Hann er einn þeirra eldri manna, sem að miklu eða öllu leyti fóru á mis við skólagöngu í æsku, en vilja hlynna sem mest og best að mentun alþýðunnar. Af framanrituðu er auðsætt að Árni hefur notið mikils trausts meðborgara sinna, bæði í fjármálum og öðru, enda er torfundinn vandaðri maður til orða og verka. Hann er nú meira en sjötugur maður, en ber vel aldurinn, ungur í anda og ern á velli. Þekki jeg fáa menn á hans aldri, er svo trúa á æskuna og nýjungar sem hann og sinna jafn einlæglega því er miðar til einhverra framfara. Friðsamur er hann og góð- gjarn, en þjettur fyrir ef hvatvíslega er á hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.