Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 26

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 26
26 ÓÐ I NN skordýr og fugla líða hjá sem leiflur, vafjurtir langar gullinbjöllum glitra: vefjast um stofna tígurlegra trjáa og teygja álmur fram á foldar þröm, og — miðrar jarðar dýrð og geislaglóð, sem slíkt hann sá; en pað, sem helst hann hefði óskað að sjá, hann aldrei litið fekk: mannlegrar sálar vinlegt viðurlit, nje preyða mannsrödd heyrt, en heyrði í stað þess flöktandi sæfugls mergðar glam og garg, lágarða báknin drynja dimt við rifið, vindþytinn svifa i toppi risatrjáa, er gróðurfrjóvum greinum skotið fá und sólarglóð í himinhvirfils firð, ellegar pverár fossaföllin steypast pysmikil niður fjallsins hlíð i hafið, er ranglaði’ hann með sænum eða hann sat guðslangan daginn, dögum saman uppi í bjargskor sinni’, er hafi gnapti gegn, með farþrá manns, er fley sitt brotið hefur og bíður komu skips, en dag frá degi sjer enga sigling, að eins þau hin sömu eldroðnu skeyti upprennandi sólar sundrast við bjargið, sindra um pálma skóginn; blossandi sól um hafið alt til austurs, blossandi sól um eyna, yfir honum; blossandi sól um hafsins vötn til vesturs; svo prúðug nótt með himin stórra stjarna, og hafsins brimgnýr dimmri æ, og — aftur eldroðin skeyti upprennandi sólar — en engin sigling. Stefjabrot um Einar listamann Jónsson, flutt í kveðjusamsæti, er honum 03 honu hans var haldið í Winnipeg. Mjer þykir sem hefjist úr hafsins bóli í heiðbláa nálægð vor ættjarðarfjöll og Fjallkonan tignprúð á stuðlabergsstóli með stjarnfjallað skautið hvítt sem mjöll. Hún sendir nú óskir með hugskeytum hreinar i hóp vorn: »Jeg bið ykkur fyrir hann Einar. Með virktum hún má og af kurteisi kyssa ’ann hún Kólumbía; pað sæmd mjer jeg finn, en, börn min, pið vitið jeg má ekki missa ’ann og minnist pess jafan, að hann er dýrasti drengurinn minn«. Pau hugskeyti móður oss feginleik fylla, því fjarvistum skiljum vjer ást hennar best. Hvort mun oss ei ljúft þá að heiðra og hylla vorn hjartfólginn bróður og aufúsugest, pann frömuð, er listanna meginmyndir ijet meitlaðar, skýrðar við sagnanna lindir, í fylkingum hefjast sem helga dóma, er heimur lista mun siðar dá, því verkin hans Einars lifa og Ijóma, og ljósið frá Sökkvabekk skin á »Einbúann« auslur í sjá. Pví efst upp að Sökkvabekks helgum hörgum hans hugsjónir flugu og sókndjörf prá sem hvítir fálkar að himinbjörgum, er heiðblámann fleygustu vængjum slá; en valfleyg hugsjón í þrá við prautir °g pyngstu búsifjar ryður sjer brautir; nú stendur hann eins og stuðlabjörgin og stöpull frægðar og sæmd vors lands, því myndirnar sínar hann hjó við hörginn, er f hugsjá andans hann sá, og lifa í listverkum hans. Hjónin í Álfsnesi á Kjalarnesi. Myndin, sem hjer fylgir, er af merkishjón- um á Kjalarnesi, Kristjáni Þorkelssyni hrepp- stjóra í Álfsnesi og konu hans Sigríði Guðnýju Þorláksdóttur. Kristján er fæddur 27. okt. 1861 í Þverárkoli í Kjalarneshreppi. Faðir hans var sonur Kristjáns hreppstjóra í Skógarkoti í Pingvallasveit, og hjó hann þá í I’verárkoti. Móðir hans var Byrgjet Þorsteinsdóttir Einarssonar frá Sliílisdal í sömu sveit. Árið 1867 fluttist hann með foreldrum sínum að Fellsenda í Þingvallasveit og ólst þar upp til 21 árs aldurs hjá foreldrum sínum, sem þá höfðu við mikla fjárhagslega erfiðleika að búa. Á þeim árum varð tvívegis niðurskurður á sauðíje og margskonar peningatjón af völdum fjárkláðans. Árið 1883 fluttist hann með foreldrum sínum að Helgadal í Mosfellssveit og var þar 1 ár og 2 árin næstu var hann við járnsmíðanám hjá Sigurði Oddssyni á Mógilsá og Mosfelli. Eftir það fór hann aftur til foreldra sinna, sem þá voru þrolin mjög að heilsu og mjög fátæk, og var hjá þeim 1 ár. Næstu 4 árin bjó hann á Helgadal með foreldrum sínum, og að því loknu fór hann að Varmadal í Kjalarneshr. sem hús- maður — þótti Helgadalur oflítiljörð. í Varma- dal hafði hann skepnur samhliða því, sem hann stundaði ýmsa vinnu, svo sem sjóróðra, er hann hafði stundað frá 15 ára aldri, og reri 32 ver- tíðir; var einnig við vegavinnu og byggingar. Árið 1895, 27. okt., giftist hann konu sinni Sigríði Guðnýju Þorláksdóttur Jónssonar í Varma- dal á Kjalarnesi; er hún fædd 12. okt. 1871. Hafa þau hjón eignast 15 börn, mistu 1 dótlur í æsku, en 14 lifa og eru:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.