Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 21
Ó Ð I N N
21
færðu út og bættu rækt þess m. a. með áveitu,
uku garðrækt og prýddu heimilið utan liúss sem
innan. M. a. komu þau upp fögrum og gróður-
sælum trjá- og blóm-garði við bæinn. Hefur Ein-
ar Helgason lýst honum í Ársriti Garðyrkjufje-
lagsins 1922. Munu fáir fegri finnast í sveitum
hjer á landi.
Það var fyr sagt, að jörðin er fólksfrek nokk-
uð til nytja. Búskapur var slór og heimilið því
fólksmargt. Voru
þau hjón jafnan
fengsæl. Mun þar
um hafa valdið
ekki livað minst
persónulegir eigin-
leikar húsbænda,
svo og viðbúð öll
og veitingar og
viðhorf til heimil-
isins. Var það og
svo, að húsbænd-
ur og hjón reynd-
ust hvort öðru vin-
föst og trygg bæði
í sambúð og við-
skiftum.
Af því sem sagt
hefur verið um
fólkshald, búrekst-
ur og risnu á heimilinu rná ráða það, að heim-
iliskostnaður hafi verið eigi lítill. Málti það
furðu gegna hversu af stóðst fjárhagur búsins,
hvílikur sem kostnaður þess sýndist í öllu tilliti.
Sýndi það hyggindi og forsjá húsbænda að aldrei
skorti þar það er til þurfti að taka. Efnaleg aí-
koma búsins var góð, en eigi munu efni hafa
safnast umfram það er þurfti til búrekstursins,
umbótanna og uppeldis og menta barna og fóst-
urbarna.
t*rjú börn eignuðust þau hjón, er upp kom-
ust, Þorvarð Kjerúlf stúdent, Droplaugu, er býr
með móður sinni, og Margrjeti, er Ijetst á önd-
verðu ári 1928. Má lesa um æfi hennar í »19.
júní« sama ár. Auk barna sinna ólu þau upp
nokkur fóslurbörn.
Sigríður Sigfúsdóttir er fædd í Víðivallagerði
í Fljótsdal 8 maí 1856. Foreldrar hennar voru
Sigfús bóndi þar og síðar á Skriðuklaustri Stef-
ánsson, prests að Valþjófsstað, Árnasonar, pró-
fasts að Iiirkjubæ, og kona hans Jóhanna Jörg-
ensdóttir læknis Kjerulf að Brekku.
Sigríður ólst upp með foreldrum sínum fyrst
á Víðivöllum um 6 ára skeið og síðan að Skriðu-
klaustri, er foreldrar hennar fluttust þangað. Þeg-
ar hún var 18 ára dvaldist hún einn vetur á
Steinstöðum i Húnavatnssýslu hjá sjera Eiríki
Briem og konu hans, frændkonu sinni Guð-
rúnu dóttur Gísla Hjálmarssonar læknis. Eftir
það var hún heima
hjá foreldrum sín-
um þar til hún
giítist fyrra manni
sínum Eiríki Kjer-
ulf frá* Melum,
bróður Þorvarðs
læknis Kjerulf og
þeirra systkina.
Bjuggu þau fyrst
á Melum í Fijóts-
dal, þá í Hrafns-
gerði og síðast að
Ormarsstöðum í
Fellum. Ljetst
maður hennar þar
eflir stulta sam-
búð. Eignuðust
þau einn son, Jör-
gen E. Kjerulf
bónda á Brekkugerðishúsum. — Árið 1887 giftist
hún síðari manni sínum og settist að búi með
honum á Arnheiðarstöðum, sem fyr er sagt.
Sigríður Sigfúsdóttir er rösklega meðalkven-
maður á vöxt, væn kona í áliti, þekkileg í fasi
og ljúf í viðmóli, einbeitt og ákveðin til orða og
gjörða og dregur í hvívetna að sjer athygli. Nýt-
ur þessara eiginleika vel, bæði í heirnilisstjórn
og í fjelagsmálum, sem hún hefur verið við rið-
in. Hún er vel að sjer um allar kvenlegar ment-
ir og fylgist mjög vel með opinberum málum
og tekur óhikað og einbeittlega þátt i umræð-
um um þau. Nýlur hún hins fylsta álits og
trausts hvar sem hún kemur fram.
Sölvi Vigfússon var fæddur að Arnheiðarstöð-
um 3. marts 1858. Faðir hans var Vigfús bóndi
þar Guttormsson stúdents og alþingismanns, Vig-
fússonar prests að Valþjófsstað, Ormssonar prests
að Keldum Snorrasonar.
Kona Guttorms á Arnheiðarstöðum, en móðir
Sigríður SigfúsdóUir.