Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 21

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 21
Ó Ð I N N 21 færðu út og bættu rækt þess m. a. með áveitu, uku garðrækt og prýddu heimilið utan liúss sem innan. M. a. komu þau upp fögrum og gróður- sælum trjá- og blóm-garði við bæinn. Hefur Ein- ar Helgason lýst honum í Ársriti Garðyrkjufje- lagsins 1922. Munu fáir fegri finnast í sveitum hjer á landi. Það var fyr sagt, að jörðin er fólksfrek nokk- uð til nytja. Búskapur var slór og heimilið því fólksmargt. Voru þau hjón jafnan fengsæl. Mun þar um hafa valdið ekki livað minst persónulegir eigin- leikar húsbænda, svo og viðbúð öll og veitingar og viðhorf til heimil- isins. Var það og svo, að húsbænd- ur og hjón reynd- ust hvort öðru vin- föst og trygg bæði í sambúð og við- skiftum. Af því sem sagt hefur verið um fólkshald, búrekst- ur og risnu á heimilinu rná ráða það, að heim- iliskostnaður hafi verið eigi lítill. Málti það furðu gegna hversu af stóðst fjárhagur búsins, hvílikur sem kostnaður þess sýndist í öllu tilliti. Sýndi það hyggindi og forsjá húsbænda að aldrei skorti þar það er til þurfti að taka. Efnaleg aí- koma búsins var góð, en eigi munu efni hafa safnast umfram það er þurfti til búrekstursins, umbótanna og uppeldis og menta barna og fóst- urbarna. t*rjú börn eignuðust þau hjón, er upp kom- ust, Þorvarð Kjerúlf stúdent, Droplaugu, er býr með móður sinni, og Margrjeti, er Ijetst á önd- verðu ári 1928. Má lesa um æfi hennar í »19. júní« sama ár. Auk barna sinna ólu þau upp nokkur fóslurbörn. Sigríður Sigfúsdóttir er fædd í Víðivallagerði í Fljótsdal 8 maí 1856. Foreldrar hennar voru Sigfús bóndi þar og síðar á Skriðuklaustri Stef- ánsson, prests að Valþjófsstað, Árnasonar, pró- fasts að Iiirkjubæ, og kona hans Jóhanna Jörg- ensdóttir læknis Kjerulf að Brekku. Sigríður ólst upp með foreldrum sínum fyrst á Víðivöllum um 6 ára skeið og síðan að Skriðu- klaustri, er foreldrar hennar fluttust þangað. Þeg- ar hún var 18 ára dvaldist hún einn vetur á Steinstöðum i Húnavatnssýslu hjá sjera Eiríki Briem og konu hans, frændkonu sinni Guð- rúnu dóttur Gísla Hjálmarssonar læknis. Eftir það var hún heima hjá foreldrum sín- um þar til hún giítist fyrra manni sínum Eiríki Kjer- ulf frá* Melum, bróður Þorvarðs læknis Kjerulf og þeirra systkina. Bjuggu þau fyrst á Melum í Fijóts- dal, þá í Hrafns- gerði og síðast að Ormarsstöðum í Fellum. Ljetst maður hennar þar eflir stulta sam- búð. Eignuðust þau einn son, Jör- gen E. Kjerulf bónda á Brekkugerðishúsum. — Árið 1887 giftist hún síðari manni sínum og settist að búi með honum á Arnheiðarstöðum, sem fyr er sagt. Sigríður Sigfúsdóttir er rösklega meðalkven- maður á vöxt, væn kona í áliti, þekkileg í fasi og ljúf í viðmóli, einbeitt og ákveðin til orða og gjörða og dregur í hvívetna að sjer athygli. Nýt- ur þessara eiginleika vel, bæði í heirnilisstjórn og í fjelagsmálum, sem hún hefur verið við rið- in. Hún er vel að sjer um allar kvenlegar ment- ir og fylgist mjög vel með opinberum málum og tekur óhikað og einbeittlega þátt i umræð- um um þau. Nýlur hún hins fylsta álits og trausts hvar sem hún kemur fram. Sölvi Vigfússon var fæddur að Arnheiðarstöð- um 3. marts 1858. Faðir hans var Vigfús bóndi þar Guttormsson stúdents og alþingismanns, Vig- fússonar prests að Valþjófsstað, Ormssonar prests að Keldum Snorrasonar. Kona Guttorms á Arnheiðarstöðum, en móðir Sigríður SigfúsdóUir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.