Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 31

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 31
ÓÐINN 31 skapur voru hveijum manni góð fyrirmynd. Hæfilegur agi, fagrir siðir og góður heimilisbrag- ur hjeltst þar í hendur við kærleiksríka umönnun og æfilanga trygð. Þeir eiga mikið að þakka, sem þess nutu. Árið 1895 fluttust að Hróarsholti í austur- bæinn þau hjón Sigfús Thorarensen og Stefanía Stefánsdóttir, og búa þau þar enn. Sambúð vestur- og austurbæjarfólksins er því orðin æði- löng, Alla tíð hefur hún góð verið, trygð, virðing og vinátta á báða bóga, enda var þar góðu að mæta, sem þau voru austurbæjarhjónin. Sam- vinna var mikil og góð milli bændanna um marga hluti. Og marga gönguna átti Slefanía í vesturbænum til Guðrúnar síðasta árið, til þess að spjalla við hana og gleðja hana. Vinátta þeirra var þrautreynd og fölskvalaus. Vel varð þeim til hjúa, Guðmundi og Guð- rúnu, þótt ekki væri tíðkanlegt háll kaupgjald fram eftir búskaparárum þeirra. Viðurgerningur var alt af í besta lagi, bæði til fata og matar. Mestalla búskapartíð sina höfðu þau sömu vinnu- hjúin, þau hjón Jón Einarsson og Marínu Jóns- dóttur. Höfðu þau búið áður í Egilsstaðakoti, en brugðið búi. Jón fór vinnumaður að Hróars- holt 1893, en Marin nokkru seinna. Voru þau þar vinnuhjú fram til 1918, eða þar til gömlu hjónin Ijetu af búskap. Bæði voru þau sjerstak- lega dygg hjú og trú húsbændum sínum, ljetu sjer í öllu ant um liag heimilisins og tóku sjer fram um ílest, enda voru þau öllum hnútum kunnug þar. Jón er hagur vel og byggingamað- ur ágætur og hagvirkur á öll verk, iðinn og sí- starfandi. Marín var einnig ágætlega vel vinn- andi í sessi og starfsmaður góður til hvers sem hún gekk. Bæði hjeldu þau trygð við Hróars- holtsheimilið, þótt þau flyttust þaðan. Síðustu veturna var Marín í Hafnarfirði og dó þar 3. júni 1928. En Jón lifir hana og er nú til heim- ilis i Uppsölum hjá Friðhjörgu dóttur sinni, sem þar er húsfreyja. Ágúst, sonur Guðrúnar, er fæddur í Hróars- holti 17. ágúst 1878, og ólst þar upp, fyrst hjá Halldóri afa sínum, sem fjekk á honum mikið dálæti, og síðar á heimili móður sinnar i vestur- bænum. Þar ól hann síðan allan sinn aldur. Haustið 1911 gekk hann að eiga Kristínu Bjarnadóttur frá Túni, systurdóttur Guðmundar stjúpa síns. Stóð hann að mestu fyrir búinu upp frá því, en tók þó ekki formlega við fyr en 1918. — Ágúst var þrekmaður og starfsamur, gekk að hverju verki með ráðnum hug og festu. Heimilisfaðir var hann ágætur. Vakinn og sofinn hlúði hann að heimilinu á allar lundir; hann elskaði og ræktaði þann blett, sem honum var fyrir trúað. Honum voru góð efni 1 hendur feng- in, en hann hjelt líka vel á þeim og skynsam- lega, enda búnaðist þeim hjónum ágæt- lega,þóttþungt væri heimilið. Opinber mál ljet liann lítið til sín taka, en gaf sig allan og óskiftan við heimili sinu. Ágúst var dul- ur í skapi og fámáll hvers- dagslega um sjálfan sig. Þó vissu það allir, sem þektu hann, að hann hafði góðan mann að geyma. Hann var tryggur og raungóður vin- um og flysjungsháltur og lausingjaskapur var honum fjarri. Grandvar og rjettsýnn var hann í hegðun sinni við aðra menn. Hans rúm var altaf vel skipað, því að þar var hugurinn allur sem höndin var að verki. — Vorið 1926 tók hann sjúkleika þann, sem dró hann til dauða. Eftir langvinnar þrautir og þjáningar ljetst hann að heirnili sínu 27. júní 1928. Kristín ekkja hans býr nú í vesturbænum í Hróarsholti með börnum sinum og fyrirvinnu. Hefur hún borið alt mótlæti síðustu ára með mestu stillingu og geðprýði, og sama er að segja um börn þeirra hjóna. Þau eru sex á lífi: Halldór, Bjarni, Guðrún, Guðmundur, Guð- finna og Bjarney, alt efnisbörn og vænleg til þess að halda áfram starfi feðra sinna, þegar stundir líða. Sumum kann að finnast, að frekar sje lof en last, sem hjer hefur sagt verið. Samt er það trú min, að hvergi sje meira sagt en satt er. Minn- Ágúst Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.