Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 18

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 18
18 ÖÐINN Sjera Einar Friðgeirsson. Sjera Einar Friðgeirsson á Borg á Mýrum andaðist 12. maí síðastl. — Hann var fæddur 2. janúar 1863 í Garði í Fnjóskadal, sonur Friðgeirs Olgeirssonar bónda par og konu hans Önnu Ásmundsdóttur Gísla- sonar á Pverá í Dals- mynni. Sjera Einar út- skrifaðist úr Reykja- vikurskóla vorið 1885 og af Prestaskólanum 24. ág. 1887. Sama ár, 11. sept., var hann vígður aðstoðarprest- ur til sjera Porkels Bjarnasonar á Reyni- völlum, en fjekk 18. júlí 1888 veitingu fyrir Borgarprestakalli á Mýrum, og pjónaði pví embætti síðan til dauðadags. Hann hefði sótt um lausn nú í ár, og ætlaði pá setjast að hjer í Reykjavík, en andaðist áður en pað kæmi í framkvæmd. Hann var lengi prófastur í Mýrasýsla og var vinsæll maður og vel metinn. Kvæntur var hann Jakobínu Sigurgeirsdóttur, bróðurdóttur frú Jakobínu Thomsen, og bjuggu for- eldrar hennar um eitt skeið á Galtastöðum í Hróars- tungu, en hún var fósturdóttur Grims Thomsens skálds, og liflr hún mann sinn. Sjera Einar var fjörmaður og gáfumaður, glaður í lund og skáldmæltur vel. Geymir Óðinn fjölda af vísum og kvæðum eftir hann með höf- undarmerkinu »Fnjóskur«. hún vera heilbrigð. En hún hefur borið mein sitt með kjarki og stillingu. Er það býsna sorg- legt, þegar maður með miklum og góðum hæfi- leikum og áhuga á, að verða að verulegu liði í störfum og striði þessa jarðneska lífs, og alt út- lit fyrir, að hann muni verða mikilhæfur skör- ungur í verkahring sínum, lamast svo um langa æfi af sjúkdómum, að hann fær aldrei nolið sín, og verður að hafa þreytandi hemil á kröftum sínum og skapsmunum dag eftir dag, og má varla taka til höndunum til nokkurs verulegs starfs, hversu mjög sem hann kann að langa til þess. En hetjuskapur er það, að geta þó verið glaður í viðræðum og öruggur í anda, eins og ekkert ami að, og þann hetjudug hefur mjer virst Þórunn eiga. »Veldur, hver á heldur«, segir gamalt spak- mæli. Og það má fullkomlega segja um Rangá. Þegar Hallur kom þangað fyrir 50 árum, var þar, eins og fyr er sagt, alt í niðurníðslu, ekkert hús gat heitið stæðilegt, og lítil rækt í túni og auðvitað um engar jarðabætur að ræða. Hafði jörðinni lengi hrakað. Að vísu bjó þar greindur maður og skáldmæltur og talsvert nafnkunnug- ur á Hjeraði frá 1786 og langt fram yfir 1800: Benedikt Grímsson, sonur Gríms prests Bessa- sonar á Eiðum og Hjaltastað og Oddnýjar dótt- ur Ara rika á Arnheiðarstöðum, og átti hann jörðina, en lítill búmaður var hann. Eftir hann bjó þar Guðmundur sonur hans, gáfumaður og skáldmæltur vel, fróður og vel að sjer að ýmsu leyti, einkum í lögum, og fult eins nafnkunnugur og faðir hans, en enn minni búmaður. Hann bjó þar lengi og tók tvibýlismenn. Og síðast var þar orðið þribýli, en alt af var minna og minna gert jörðinni til bóta, sjerstaklega lítið að bygg- ingum og ekki meira en minst þótti verða kom- ist af með. En eftir að Hallur hafði verið þar í 2 ár, var kominn þar upp reisulegur bær og nálega hvert hús bygt upp og síðan unnið að ræktun túns og engja, sljettað í túni og vatnsveituskurðir grafnir og flóðgarðar hlaðnir meira en þá tíðkaðist þar umhverfis. Og síðan hefur Björn sonur hans fet- að trúlega í fótspor hans, bygt þar stórt og myndarlegt steinsteypuhús og leitt í það vatn, sljettað túnið og aukið mikið, o. s. frv., svo að nú er Rangá meðal hinna myndarlegustu stór- býla í Fljótsdalshjeraði. Og allan þann tíma hefur ríkt þar hin gamla ágæta islenska gest- risni og ótrauð hjálpsemi við hvern, sem í þörf hefur lent, og leitað þar liðsinnis. Litið er um atkvæðamenn, er búið hafa á Rangá á fyrri öldum, svo mjer sje kunnugt. — Get jeg eigi nefnt nema 2 til, er nálgast það heiti. Annar er Gísli, sonur Nikulásar bónda í Reykjahlíð, Einarssonar, Nikulássonar, Þorsteins- sonar sýslumanns í Hafrafellstungu, Finnboga- sonar lögmanns Jónssonar og Helgu seinni konu Nikulásar, dóttur Árna sýslumanns á Eiðum Magnússonar. Hefur móðurættin eflaust dregið hann austur og hann átt Rangá og líklega fleiri jarðir, þar sem hann var kominn af svo mikil- hæfum ættum. Hann bjó á Rangá á síðari hluta 17. aldar. Hann bjó þar 1681, en hefur líklega Sjera Einar Friðgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.