Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 33

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 33
ÓÐINN 33 menni og heilsugóður frameítir æfi, en varð þó nokkuð snemma þungur fyrir brjósti. Hann var maður vel vili borinn, náttúrugreindur og las talsvert. Hagmæltur var hann vel og ljet oft fjúka í kveðlingum í gamni. Hanu ljetst á Sörlastöðum. Hafði hann dvalið þar seinustu árin í skjóli tengdasonar síns Karls Finnbogasonar barnaskólastjóra, er tekið hafði jörðina til ábúðar, eftir að þau hjón ljetuafbú- skap. Helga Rasmusdóttir var mikil fríðleikskona, vel þokkuð af öllum, er kynlust henni, og sönn sæmdar- og gæða-kona. Eftir margra ára van- heilsu Ijetst hún 20. janúar 1927 á Seyðisfirði hjá dóttur sinni og tengdasyni. /?. P. Þorgrímsstaöahjónin Jón og Guörún. Mig furðar stórlega á því, að enginn af sveit- ungum þessara merku sómahjóna hefurenn minst þeirra í riti, og veit jeg þó, að þau eru mörgum minn- isstæð. Jón var fæddur 4. febr. 1852 á Dísa- stöðum í Breiðdal, sonur Jóns Páls- sonar bónda þar og síðar á Ásunn- aistöðum í sömu sveit. Móðir Jóns var Oddný Þórar- insdóttir bónda á Hvalnesi við Stöð- varfjörð. Var hún tvígift og Jón Páls- son síðari maður hennar. Jón á Porgrímsstöðum var hár maður vexti og beinvaxinn, eu fremur grannur, ljós á hár. Hann var greindur vel, hraður í öllum verkum og handlaginn, góð skylta, ágætur slátlumaður, besti fjármaður og mesti búhöldur, fór vel með allar skepnur og fóðraði þær vel. Nokkuð var hann skapmikíll og dálítið þunglyndur, en fjör- ugur og fyndinn i samræðum. Hann var lítið við riðinn sveitarstörf, en eftir hann sjest mikið verk unnið á Porgrlmsstöðum. Hann jók og bætti túnið, bygði hús og hlöður, girti bletti af jörðinni, bjó til áveituengi, gerði vatnsleiðslu, safnþró o. fl. Var mikið unnið á Porgrímsstöð- um á sumrin, en allir voru þar ánægðir. Guðrún var fædd 14. apríl 1850 í Kambsseli í Geithellnahreppi, dóttir Kristjáns bónda þar og konu hans, er Una hjet. ólst Guðrún upp hjá foreldrum sinum fram að fermingu, en fór þá í vinnumensku í grend við æskustöðvar sínar, og 1876 fór hún að Berufirði til hjónanna Þorsteins prests Þórarinssonar og Sigríðar Pjetursdóttur, og þar giftist hún 1882 Jóni Jónssyni, sem þá var þar vinnumaður. Byrj- uðu þau búskap á tveimur smábýl- um þar við fjörð- inn og bjuggu þar tvö eða þrjú ár, en að þeim liðn- um fengu þau til ábúðar Porgríms- staði í Breiðdals- hreppi og bjuggu þar siðan það, sem eftir var æfinnar. Guðrún var frem- ur lág vexti, en þjettvaxin, skjót í hreyfingum og nett á fæti, kvenleg og prúð í allri framgöngu, ágæt eiginkona, móðir og hús- móðir, örlát, nærgætin, hugsunarsöm og vorkunn- söm, búkona góð, verkdrjúg og vandvirk og skaraði fram úr flestum konum í tóvinnugerð. Pau hjónin eignuðust tvö börn, dó annað ný- fætt, en sonur lifir, sem Stigur heitir. Einnig ólu þau upp að meira eða minna leyti 6 börn, 4 stúlkur og 2 drengi, og fengu öll þessi börn mjög gott uppeldi. En tvær at fósturdætrum sínum mistu þau nokkru áður en þau dóu, aðra 1921, en hina 1923. Guðrún andaðist 17. maí 1924, en Jón 24. janúar 1925, og hvíla þau í Berufjarðarkirkjugarði. Bæði höfðu þau unnið Jón Jónsson. Guörún Kristjánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.