Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 50

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 50
50 ÓÐINN Ólafur Ólafsson trúboði. SiðasLliðin missiri hefur dvalið hjer heima í kynnis- för Ólafur Ólafsson trúhoði frá Kína ásamt frú sinni, sem er norsk að ælt. Ólafur hefur nú lengi unnið að trúboöi i Kína og er vinsæll og vel metinn af starfs- bræðrum sínum og trúbræðrum þar eystra. Hann gekk á trúboðsskóla í Noregi, fór svo til Vesturheims og þaðan til Kína. Er hann orðinn vel að sjer í kínverskri tungu, og nýlega hefur hann gengist fyrir því, að út hafa komið í kínverskri þýðingu, í sjerstöku kveri, nokkrir af Passíusálmum Hallgríms Pjeturssonar. Þýð- andinn er enskur prestur. Mun þetta vera fyrsta fslenska bókin, sem út hefur komið á kínversku. Pau Ólafur og kona hans fóru hjeðan í vor til Noregs, ætluðu að dvelja þar um tíma i sumar, en halda svo austur til Kína og taka við fyrra starfi sínu þar. leitað; skemtinn í viðræðum og fróður vel. Hann hefur aflað sjer furðumikillar þekkingar af sjálfsdáðum þrátt fyrir mikið annríki o. fl. Kona Árna er Gíslína Jónsdóltir frá óttar- stöðum. Börn þeirra eru Guðmundur og Guðrún, ógift heima, Filippus útvegsmaður og Katrín, gift Árna Árnasyni símritara. Árni er góður íslendingur, þjóðrækinn, tryggur og vinfastur og vel metinn af öllum, sem hon- um kynnast. 15. mai 1929. Páll Bjarnason. * Magnús Hj. Magnússon fræðimaður. Ef til vill koma andstæður náttúrunnar hvergi skýrar í Ijós hjer á landi en á Vestfjörðum. Dalirnir þar eru margir þröngir og fjallakreptir. Og að fjörðunum liggja sæbrattar hliðar, skriðu- berar og fátækar að gróðri. En himingnæfandi fjöllin eru eins og risa-útverðir, sem bjóða vetr- arsvalanum byrginn og láta næðinginn leika um sig. Þau eru skjólveggir, sem hlúa að sveitunum, þó þau byggi sólskininu út í nokkra mánuði. En skammdegið er þar þungbúið og kvöldin löng og stundum ömurleg, þegar vindurinn þýtur í þakskegginu og börnin sofna við brim- hljóðið. — En þegar vorið breiðir bjarmafeld sinn yfir sveitirnar gleymist útkjálkasvipurinn og niðdimm vetrarnóttin. IJví fjöllin verða hlý- leg og brosbýr á þeim tima, þegar dagurinn deyr ekki, en aftanskinið bíður eftir morgun- geisladýrðinni á fjallatindunum. Þá er vor og þá er líf á Vestfjörðum. — í skjóli fjallanna er svo undarlega hlýtt, þó að kastvindar sveifli sjer aðra stundina ofan úr fjallaskörðunum. 1 skjóli þeirra hafa þróast margar sjálfstæðar hugsanir. Þar hefur verið lesið og kveðið í kyrðinni. Þar hefur líka verið ort og skrifað fleira en alþjóð veit um. Því hefur ekki verið útvarpað úr vestfirskum dölum og fjörðum, sem ort hefur verið til dægrastytt- ingar eða skrifað af þörf. — Þegar skammdegis- sólin roðar aðeins hæstu tindana, líta menn þangað og hugurinn leitar ósjálfrátt út fyrir ^ fjallamúrana. i Súgandafjörður er ekki stór eða mikillát sveit. Innan skjólveggja fjallanna lifa þar um 500 manns að meðtöldu kauptúninu Suðureyri, sem telur um 300 sálir. — Fyrir nokkrum árum lilði þarna maður, sem sjerstaklega var athyglisverður fyrir ritstörf sín, sem öllum tómstundum varði til ritstarfa og skáldskapar, þrátt fyrir óteljandi andstæður á þvi sviði og slæmt umhverfi. Þessi maður hjet Magnús Hjaltason og var þektastur undir nafninu Magnús Hj. Magnússon, eins og hann skrifaði sig í seinni tíð. Ekki þurfti langa kynningu til þess að komast að raun um, að þarna var gáfumaður á ferð, hugsandi og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.