Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 41

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 41
ÓÐ I N N 4 í hann þar orðið mjög framarlega og áhrifarikur maður. Flokksfylgi var honum aldrei neitt að- alatriði. Hann vildi þar sem annarstaðar skipa sjer þar sem honum þótti mest heilbrigði og líkindi mest til almenns velfarnaðar sem flest- um. Og hann var á stundum ranglega skilinn af þröngsýnum efnishyggjumönnum, sem ætla oft að víðsýnir áhugamenn um almenn mál miði alt við sína eigin hagsmuni. Hann lagði lika afarríka áherslu á að þeir, sem framarlega standa, væru vandir að virðingu sinni, og hefðu hreinan skjöld. Þorsteinn var fremur lágur maður vexti, en vel limaður og samsvaraði sjer vel. Fjörmaður mikill, Ijettur í spori og skjótur í hreyfingum. Bjartur yfirlitum, grannleitur í andliti og friður sýnum. Augun fjörleg, gáfuleg og góðleg. íþróttir stundaði hann nokkuð í æsku og var bæði lið- ugur og mjúkur. Hestamaður var hann töluverður, hafði gaman af þeim, og átti jafnan góða hesta. Hann var framúrskarandi geslrisinn og skemti- legur heim að sækja, glaður í viðmóti og við- ræðugóður, enda voru oft gestir á heimili hans. Áður en jeg lýk við þessar línur, vil jeg taka það fram, að Þorsteinn var svo varkár bind- indismaður alla tíð sem nokkur maður getur verið. Mjer finst ekki síst þar stafa Ijómi frá minningu hans, mannsins, sem á fermingardegi strengir heit, og heldur með svo miklum heiðri og sóma, að þar fjell aldrei svo mikið sem ryk á. Og þar finst rnjer að jeg sjái einn af þeim hyrningarsteinum, sem gerðu Þorstein að þeim ágætismanni sem hann varð. Þar finst mjer hann standa allra næst sem fyrirmynd, sem leiðarstjarna öllum þeim, sem sigla þann villu- gjarna sjó. Og hvort sem æfin er lengri eða skemmri, þá er slíkt í orðsins eiginlegustu merk- ingu að vera hugsjón sinni trúr, og ná að end- ingu hinni hamingjusömustu lendingu á bjarma- landi vonanna. En hversu margir missa eigi sjónar á markinu á leiðinni og ná aldrei tak- markinu? Árið 1909 kvæntist Þorsteinn eftirlifandi konu sinni, Árnýju Árnadóttur frá Þingnesi, sem nú harmar mjög mann sinn, og finnur, að frá henni hefur verið tekið svo afarmikið, en sjer jafn- framt, að henni hefur verið gefið meira en flestum öðrum. Var hjónahand þeirra mjög ástúðlegt, og fyrirmynd um marga hluti. Mintist Jóannes Patursson, kongsbóndi á Kirkjubæ í Færeyjum, skamt frá Pórs- höfn, er einn hinn kunnasti og umsvifamesli maður þar í eyjunum nú á síðustu tímum. Hann er af góðum ættum kominn og hafa ættmenn hans nú alllengi setið á Kirkjubæ, sem er gamalt biskupsset- ur. Hann á iiú sæti á Landspingi Dana fyrir Færeyjar, en áður var hann um eilt skeið Fólks- þingsmaður. Hefur mikið að honum kveðið í sljórnmála- baráttu Færeyinga og hann verið helsti forvigismíiður þess flokks, sem krefst sem víðtækastrar sjálfstjórnar fyrir eyjarnar. Hann er kvæntur íslenskri konu, frá Karlsskála í Reyðarfirði, og er dóttir þeirra gift Porsteini Scheving lyfsala hjer í Reykjavík. Þo rsteinn lika oft á, hversu mikils virð iværi að eiga gott heimili, og slíka umh}rggjusemi í veik- indum sem hann ætti. Eignuðust þau tvo syni, sem báðir lifa, og eru mjög mannvænlegir. Jeg vona að framtíð þeirra blessist og blómgist, og jeg á enga ósk betri handa þeim en þá, að þeir likist föður sínum sem mest. Og jeg á heldur ekki aðra ósk betri handa fósturjörðinni en þá, að hún eign- ist sem flesta slíka syni. Hann var jarðsunginn að Lundi hinn 11. nóvember, að viðstöddu meira fjölmenni en minnugir og skýrir menn, sem nú eru 80 ára og altaf hafa dvalið í Lundar-sókn, muna eftir, og ætla mætti að aldrei hefði fjölmennari jarðar- för farið fram að Lundi. Er þetta vottur þakk- lætis þess og virðingar, er sveitungar Þorsteins og aðrir báru til hans. Ari Guðmundsson. 0 Jóannes Patursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.