Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 13

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 13
ÓÐINN 13 um alt, reglusöm, hirðusöm, sparsöm og hag- sýn. Var sem hún vissi ætíð, hvað öllu leið á heimilinu og var ætíð viðbúin að taka í taum- ana þar sem þurfti. Ekki gerði hún það með neinum hávaða, stóryrðum nje margmælgi. En öllum þótti rjettast að hlýða því, er hún lagði fyrir. Það var eitthvert kyrlátt vald i allri fram- komu hennar, sem menn beygðu sig fyrir. Var hún um það mjög lik vinkonu sinni Þórunni Pálsdóttur. Aldrei gerði hún sjer far um, að láta á sjer bera út á við. Hún var einhuga og óskift við að stunda heimili sitt sem best i öllum greinum og vann hlífðarlaust að gagni þess og heiðri og horfði aldrei i að leggja hart á sig, ef þurfti. Hún vildi einnig, að aðrir heimilismenn gerðu hið sama, en hún var eigi að síður mjög nærgætin og notaleg við alla og vildi láta öllum líða vel á heimilinu, hvort sem voru heimilis- menn eða gestir. Varð hún að öllu samtöldu ein af hinum merkustu konum í Fljótsdalshjer- aði og þótt víðar væri litið. Hún var meðalkona að vexti, kjarkleg og góð- mannleg. Heilsugóð var hún fram að síðustu árum og álti því hægra með að beita sjer við ► störf sín. Hún var sönghneigð mjög, eins og margir í ætt hennar, og öll voru systkin henn- ar svo. Hallur, maður hennar, var hár maður vexli, beinvaxinn, herðabreiður og allur þreklega vax- inn, enda var hann hraustmenni mikið. Höfuðið var stórt og andlitið nokkuð stórskorið, kjark- legt og svipmikið. Var hann að öllu hinn karl- mannlegasti og höfðingi í sjón og — eigi síður í raun. Mentunar hafði hann eigi notið annarar en í kristindómi og bókleslri, fremur en kona hans. t*á er hann var fullorðinn, tók hann sig til að læra að skrifa; en lítið varð þó úr því, því að sífeldar annir kölluðu að. Hann var gerður að hreppstjóra fáum árum eftir að hann hóf bú- skap sinn og var það um nokkur ár. Skrifaði þá Sigurður bróðir hans fyrir hann flest, er þurfti. Hafði hann verið einhver ár hjá sjera Stefáni syni sjera Björns Vigfússonar á Kirkju- > bæ, fyrst á Kirkjubæ og svo í Viðvík í Skaga- firði, og lærði hjá honum að skrifa og nokkuð að reikna. Skrifaði hann skýra og hreinlega hönd. En ekki undi Hallur því lengi að vera hreppstjóri og þurfa að fá aðstoð til að gegna því starfi og sagði sig því frá því eftir nokkur ár. Sjera Ólafur Magnússon í Arnarbæli. En hann gat orðið hinn virðulegasti sveitar- höfðingi fyrir því. Hann hafði eignast kristin- dómsins hollu menningu og vildi hvervetna koma fram í hans anda í viðskiftalífinu. En ilt þólti honum, að hafa ekki notið meiri mentunar í æsku en orðið hafði og því verra sem lifið varð fjölbreyltara. Hann vildi gjarnan taka þátt í al- mennum málum og fylgdi af alvöru framfara- ölau þeirri, er Jón Sigurðsson vakti. Gerðist hann fjelagi í Bókmentafjelaginu, sem ekki var þá títt um bændur umhverfis hann, og las bækur þess. Fylgdist hann jafnan vel með í landsmál- um stðan og keypti helstu blöð og tímarit, eftir því sem útkoma þeirra óx, og myndaði sjer ákveðnar skoðanir í landsmálum eftir því sem kostur varð á; hann vildi ekki neina hálfvelgju í þeim efnum fremur en öðru. Hann var ein- arður og hreinlyndur og staðfastur skapfestu- maður og prýðilega greindur og kom það fram í hvívetna. En hann hafði það til að vera glett- inn í orðum og ertinn nokkuð, einkum við þá, er honum þótti kenna hjá einhvers oflætis eða monts. Hann var hinn besti búmaður, eins og fyr segir, stórhuga og starfsamur, en jafnframt hygg- inn og athugull. Hann var stjórnsamur og rögg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.