Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 39
ÓÐINN
39
trje og málm. Hafði mikla ánægju af öllum
veiðiskap, og var mjög fengsæll, hvort sem hann
fór með byssu eða veiðistöng. Vinsæll var hann og
bóngóður í besta lagi. Vildi gera öllum gott og
gleðja alla, enda hafði hann óvenju góða hæfi-
leika til þess, sem líka sást best á því, hversu
menn sóttu til hans heilræði og leiðbeiningar
um ýms vandamál, og fór það jafnan vaxandi
til dauðadags.
Hann átti því láni að fagna að alast upp á
óvenju góðu heimili,
við aðbúð góðrar
móður, enda var hann
sá gæfumaður að
kunna að mela slíkt,
og færa sjer í nyt, og
mun það hafa orðið
honum mjög heilla-
vænlegt veganesti, og
mátti rekja ýmislegt í
fari hans, beint og ó-
beint, til þeirra áhrifa,
sem hann varð fyrir
strax í barnæsku. Hann
las mikið og lærði,
þótt hann gengi ekki
mikið í skóla, og varð
snemma fróður um
marga hluti og víða
heima. Hann gekk í
kvöldskóla i Reykja-
vík einn vetrartima,
og einn vetur stund-
aði hann nám við
Bændaskólann á Hvanneyri, og þótti í báðum
stöðunum óvenjugóður námsmaður.
Trjesmíðar lærði hann um tvítugt, og tók
sveinsbrjef í þeirri grein, og þótti sveinsstykkið
bera vott um sjerstakan hagleik og vandvirkni,
sem og einkendi öll störf hans upp frá því. Og
síðan voru trjesmíðar hans aðalstarf í nokkur ár.
En hugui hans hneigðist samt frekar að sveita-
búskap og ræktun, og lagði hann þá niður trje-
smíðar sem aðalstarf, og fór að búa á föðurleiið
sinni Skarði i Lundarreykjadal og bjó þar til
dauðadags. Fyrst bjó hann á hálfri jörðinni,
móti stjúpföður sínum, en síðar við fráfall hans
tók hann alla jörðina og eignaðist síðan. Var
hann góður bóndi og prýddu hann flestir þeir
kostir sem æskilegastir eiu fyrirmyndarmanni í
þeirri stöðu. Hann hafði brennandi áhuga fyrir
aukinni ræktun og bættri meðferð á skepnum,
enda einstakur dýravinur, og mátti ekkert aumt
sjá. Og ljet hann það mál ekki einungis til sín
taka á sínu heimili, og með þeirri fyrirmynd,
sem hann gaf með breytni sinni, heldur og í
viðræðum við aðra menn, og í opinberum af-
skiftum af almennum venjum, sem miður fóru
í því efni. Og gilti þelta jafnt um þau viltu sem
hin tömdu dýr. Honum var það heilagt áhuga-
mál, að auka rjett
þeirra, bæta líðan
þeirra og fá menn til
að skilja nauðsyn
þeirra fyrir líf og vel-
líðan mannsins. —
Jafnan vann hann
nokkuð að jarða- og
húsabótum, og mun
sumt af þvi bera vott
um smekkvísi og
vandvirkni hans um
langan aldur.
Haustið 1917 misti
Þorsteinn móður sína
og mun fráfall hennar
hafa orðið honum
mjög þungbært, en
hvort sem það hefur
átt þar hlut í eða ekki,
þá tók hann þá van-
heilsa nokkur, og lá
hann rúmfastur og
mjög þjáður af hrjóst-
himnubólgu allan veturinn. Var hann lengi mjög
að ná sjer aftur, og mun aldrei síðan hafa fengið
fulla heilsu.
Mörg hin siðustu ár sá hann fram á það, að
líkamskraftarnir fengju eigi notið sín til fulls
framar, og þegar maður, með hliðsjón af því,
lítur til baka, og rennir huganum yfir hugsanir
Þorsteins, störf og áhugamál, þá verður þeim,
sem þektu þetta alt vel, að líta upp til hans eins
og höfðingja, sem ber höfuðið hærra og hugann
hreinni en allur fjöldinn. Áhugi hans var svo vak-
andi og einlægur fyrir öllu því, sem horfði til hags
og bóta ekki honum sjálfum, heldur sveitinni hans
og hjeraðinu, og landinu öllu og þjóðinni í heild
sinni. Hann sá lengra og víðara út fyrir asklok
sinna eigin hagsmuna en allir aðrir menn, sem
Árný Árnadótlir og Porsteinn Tómasson.