Óðinn - 01.01.1929, Síða 24

Óðinn - 01.01.1929, Síða 24
24 Ó í) I N N Anna Ðorg leikkona. Hún hefur sföastliöna vetur stundað leiknám við konunglega leikhúsiö i Kaupmannahöfn og getiö sjer þar góðan oröstír; er hún af þeim, sem veitt hafa henni þar tilsögn, talin efni í afbragðs leikkonu. Hún var hjer um tíma í vor ásamt P. Reumert, helsta leik- ara Dana nú, ogljeku þau hjer saman í nokkrum leikjum, ýmist tvö ein eða með leikfólki úr Leik- fjelagi Reykjavíkur, og var þeim vel fagnað. Einnig ióru þau norður um Iand og ljeku á Akureyri. Verður fröken Anna Rorg áfram við Kngl. leikhúsið í Khöfn. og er nú ráðin þar sem leikkona. Hún er dóttir Rorgþórs Jósefssonar bæjargjaldkera hjer og frú Stefaníu sál. Guðmundsdóttur leikkonu, svo að hún á ekki langt að sækja leiklistarhæfileikana. vandvirkni og nákvæmni snertir. Hann hefur þýtt á islensku með frábærri snild tvo eða þrjá af hinum fegurstu sálmum, sem til eru á enskri tungu. Og flestum ber saman um það, að þýð- ing hans á kvæðinu »Draumur konu Pilatusar«, eftir stórskáldið Markham, sje meistaralega af hendi leyst. En hið mesta og snildarlegasta rit- verk Jóns er þýðing hans á »Enoch Arden«, eít- ir Alfred Tennyson. Jón er nú búinn með rúm- ar fimm hundruð línur af þessu mikla og fagra kvæði, en hann á eftir hátt á fjórða hundrað linur. Væri það stór skaði íslenskum bókment- am, ef hann fengi ekki tíma og tækifæri til að Ijúka þessu verki bráðlega, því hann fer nú smátt og smátt að missa starfsþol fyrir aldurs sakir, þar sem hann er nú senn hálfsjötugur. En sökum þess, að hann er svo framúrskarandi vandvirkur, og er jafnan bundinn við önnur störf, þá vinst honum þessi þýðing mjög seint. Skömmu áður en Jón fór heim tii íslands í síðara skiftið, ferðaðist hann um nýlendur ís- lendinga og las upp nokkur af kvæðum sínum á ým-sum stöðum. Var honum alstaðar vel tek- ið og þóttu kvæði hans fögur og mikið til þeirra koma. Og um leið og hann var að leggja af stað til íslands, hjeldu íslendingar í Winnipeg honum heiðurssamsæti til að kveðja hann, og mun sjera Jón Bjarnason hafa aðallega staðið fyrir því. Var sjera Jóni jafnan hlýtt til Jóns Runólfssonar og kunni vel að meta gáfur hans og skáldskap. Jón Runólfsson er meðalmaður á vöxt, frem- ur holdgrannur, og sjerlega kvikur á fæti. Hann er jarpur á hár, en farinn ögn að hærast, eru augun móleit, ennið mikið, og býður hann af sjer góðan þokka. Hann ber Ijóð sín fram með einkennilegum hreim, mjúkum og þýðum, og hafa menn mikla unun af að heyra hann flytja þau, en annars er hann heldur málstirður, þó hann sje oft orðheppinn og hnittinn í svörum. Mjög er hann ör í lund, dýravinur hinn mesti og barngóður, og má ekkert aumt sjá. En hann er framar öllu öðru skáld, og það má óhætt telja hann í langfremstu röð íslenskra hörpu- ljóðaskálda, þó ekki væri nema fyrir »Lindina« hans og »Mig heilla þær hægstrauma lindir«. J. M. B. Nokkur kvæöi. Eftir Jón Runólfsson. „Úr hugarlöndum Jóns“. I. Lindin. Ein flóir lind hjá lífs rníns stig svo Ijúf og hrein og sæl; hjá henni oft jcg sit og syng og sorgir glcymast læt, því áfög bcisk hún af mjer þvær og illra norna rún, og engin lind svo sætt und sól mjer svalar eins og hún. Ei sjatnar hún, er sólin hlær i sumars blárri hæð, og engin vetrar heift fær heft svo heita kærleiksæð; sem góðrar sálar gæskudjúp, er girnist blessa alt, með degi liverjum dýpkar hún, já, dýpkar þúsundfalt. Pú spyr mig hvar hjá lífs mins leið sú lindin flói tær, Anna Borg leikkona.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.