Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 54

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 54
54 ÓÐI N N Herbert Sigmundsson bóksali. Á síðastliðnu ári keypti Herbert Sigmundsson prent- smiðjustjóri Bókaverslnn Sigurðar Kristjánssonar, sem er elsta og stærsta bókaútgáfufyrirtæki landsins, og jafnframtkeypti hann hús og lóð Sigurðar við Bankastræti. — Seldi hann pegar hálfa lóðina, og par er nú risið upp eitt af stórhýsum bæjar- ins: Skóverslunarhús L. G. Lúðvígssonar. Herbert hafði um mörg undanfarin ár verið forstjóri ísa- foldarprentsmiðju, en ljet af pví starfl 1. júlí í ár og flutti pá ibúð sina i hús sitt við Bankastræti. Ætlar hann í haust að setja par upp nýja prentsmiðju. — Herbert er fæddur 20. júní 1883, son- ur Sigmundar Guð- mundssonar prent- ara, sem var atkvæðamestur maður hjer í prentara- stjeftinni á sinni tíð og einkennilegur gáfumaður. Bygði hann hús pað, sem sonur hans hefur nú keypt, undir prentsmiðju, sem hann setti pá hjer á stofn. Herbert nam prentiðn í æsku, og til pess að fullkomna sig í henni, var hann síðan 2'/» ár í Kaupmannahöfn, hjá L. S. Möller, á árunum 1902—5, en vann siðan i ísafoldar- prentsmiðju par til hann, eftir fráfall Ólafs heitins Björns- sonar, varð forstöðumaður hennar, eins og fyr segir. fást við barnakenslu á Þorvaldseyri undir Eyja- fjöllum. Fjekst hann síðan við það starf á ýms- um stöðum á Vestfjörðum alt til 1910. Var hann bæði í Dýrafirði, Súgandafirði og lsafirði. — 1899 trúlofaðist hann Guðrúnu Magnúsdóttur, sem hann bjó síðan með; átti með henni 6 börn og eru aðeins tvö af þeim á lífi, Einar Skarphjeðinn f. 1903 og Ásdis Þórkatla f. 1913. U m nokkur ár var hann búsettur á lsafirði, en 1910 flutti hann búferlum til Súgandafjarðar og dvaldi þar til dauðadags. Hann dó 30. des. 1916 aðeins 43 ára gamall. Aldurinn varð ekki hár og starfstíminn ærið stuttur. Því líf Magnúsar, eftir að fullorðínsárin færðust yfir, mætti ekki einatt bliðviðri — síður en svo. Vindur bljes af ýmsum áttum, oft svalur, stundum nístandi og lamandi starfsþrekið. Kom þar margt til greina: heilsuveila frá æskuárun- um, sem ekki þoldi mikla áreynslu, stritvinna og barálta við ýmsa örðugleika samfara heimilis- lífinu, fátækt og skilningsleysi. Stundaði hann á seinni árum ýmsa ertiðisvinnu, sem tíðum lá við að sigraði líkamsþrekið. Var þá stundum ekki laust við að lífsbeiskja tæki hann tökum og næði valdi yfir honum um stund. Reyndi hann þó jafnan að standast slík aðköst, sem ekkert væri, og leitaði að sárabótum í ýmsu því, sem menn gátu hvorki tekið nje gefið. Náttúran var honum eins og móðir, sem hlýjaði honum um hjarta, og til hennar leitaði hann oft að svölun. En mesta yndið var það, að gleyma örbirgð og andstreymi yfir ritstörfum og láta hugann reika óbundinn frá búskapar-áhyggjum. En þær stundir urðu að vera takmarkaðar á meðan alþjóð vakti og starfaði. Til þess varð oft að nota hljóðar næturstundir eða morgna fyrir venjulegan vinnutíma. Og þægindi eða örfun í starfinu voru þá ekki altaf mikil. Kerta- ljós eða smátýra og skrifborðið oftast hnjen. Þannig skrifaði hann mest af ritum sínum. Og þau voru æði mörg og í þeim kendi margra grasa. Dagbækur skrifaði hann um 24 ár og munu þær vera á 5. þúsund blaðsíður. I þær skrifaði hann ekki einungis margt, sem snerti líf hans, heldur einnig allskonar fróðleik úr ýmsum átt- um. Er það mikið safn, og þykir mjer ekki ólíklegt að merkilegt þætti síðar meir. Þá safnaði hann þjóðsögnum og munnmælum og öðrum fróðleik í nokkrar bækur. Heitir ein bókin: »Þjóðsögur og munnmæli«. 1 henni eru 12 sögur. Önnur heitir: »Þjóðsögur« og geymir sú bók 19 sögur. Þá er ein, er hann nefndi: »Frá heiðum til hafs« og geymir meðal annars æfisöguágrip ýmsra merkra manna. í enn einni bók, er »Gríma« heitir (372 bls. að stærð) eru einnig þjóðsögur og samsafn af islenskum fróð- leik. Þá skrifaði hann ýmsar ritgerðir, svo sem lýsingar á stöðum, landamerkjum, hjeruðum og einstökum mönnum. Einnig skrifaði hann nokk- uð um ættfræði. — Ljóðum sínum safnaði hann í bækur, ýmist smáar eða stórar, 9 alls. Fjekst hann örlítið við að skrifa sögur, hafði eina í smíðum en lauk þó aldrei við hana. Sex rimna- flokka orkti hann, og afskrifaði auk þessa margt af ýmsu tægi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.