Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 6
6
Kjósar og Gullbringusýsla . . . . c. 400 manns,
ísafjarðarsýsla..........................c. 350 —
Rangárvallasýsla.........................c. 250 —
Eyjafjarðarsýsla ........................c. 250 —
fram yfir meðaltalið. par sem 2 þingmenn eru kosn-
ir í einni sýslu, er fólkstölu hennar deilt með tveimr,
til þess að sjá fjöldann í hverju kjördœmi fyrir sig.
Aftr höfðu með sömu reikningsaðferð þessi kjör-
dœmi:
Norðrmúlasýsla c. 300 manns,
Strandasýsla 550 —
Suðrmúlasýsla 600 —
Norðr-f>ingeyjarsýsla 850 —
Austr-Skaftafellssýsla 1150 —
Vestmanneyjasýsla 1850 —
fyrir neðan meðaltalið.
þ>að er auðvitað, að kosningarlög geta aldrei ver-
ið svo réttlát, sem maðr getr framast hugsað sér,
enn munrinn á sumum kjördœmum landsins gæti þó,
og það með þeirri kosningaraðferð sem nú er höfð,
verið talsvert minni enn hann er. Aðalgallinn á niðr-
skipun kjördœmanna er það, að þau eru bundin við
sýslurnar; sýslurnar eru pólitískt sóknarband, sem ekki
virðist mega leysa. þ>annig velr Suðr-J>ingeyjar-
sýsla 1 þingmann, og hefir þó 3767 manns, og Norðr-
fdngeyjarsýsla, sem að eins hefir 1569 manns, velr
sömuleiðis 1; afleiðingin er sú, að 2 menn í norðr-
sýslunni hafa eins mikil áhrif á löggjöf og landstjórn
og 5 menn í suðrsýslunni, og það virðist þó
að hœgt hefði verið að gera við þessu, með því að
láta nokkurn hluta suðrsýslunnar kjósa í norðrsýsl-
unni. Ojöfnuðrinn kemr víðar niðr; Austr-Skafta-
fellssýsla er kjördœmi með 1274, eða að eins helming-
inn af þeim fólksfjölda, sem kjördœmið ætti að hafa.
Vestmanneyjar eru kjördœmi með 557 manns, eða