Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 102
102
nyrðsti höfði á Noregi nýtur hitans af Golfstraumin-
um; í Hammersfest verður kuldinn mjög sjaldan -r- 120
R.; i Varðey er hann 6° R. i Janúar, en í St. Péturs-
borg, 150 mílum sunnar, er hann -j- 70 R. — Samt er
Golfstraumurinn eigi allstaðar jafn heitur þvert yfir; en
hann er mjög misjafn að breidd, eins og ráða má af þvi
sem áður hefir sagt verið. Um þetta og önnur hlutföll
hans segir Colding: Við Flórida höfða fer hann eina mílu
á klukkustundu, og er þar átta milur á breidd og 250
faðma djúpur; þaðan heldur hann í norður og hægir
smátt og smátt á sér. Á 70 mílum breikkar hann frá
8 mílum að 1U/4 mílu. Frá St. Augustine (borg á
austur-ströndinni nokkuð fyrir notðan Flórída) og
þangað til á móts við Nýju Jórvík rennur hann í norð-
ur og austur jafnhliða hinum kalda straumi, er kemur
úr Baffínsflóa og rennur suður með Amerikuströndum;
frá 113/4 mílu breikkar hann nú að 31 s/4 mílu og verð-
ur enn straumhægri; er hann þá nokkur hundruð
faðmar á dýpt. J>aðan rennur hann í austur-landnorð-
ur 200 mílur yfir að Nýfundnalandi og er þá eitthvað
80 mílur á breidd og fer þá ekki meir en tvö fet á
sekúndu; siðan rennur hann 300 mílur yfir til Evrópu
og verður 200 mílur á breidd, en alltaf lygnari. —
'J>á er hann er kominn í íslandshaf, rennur hann fram
með suðurströnd íslands og klofnar á landinu þannig,
að hann rennur fram með Skaptafellssýslum austur á
við, en fram með Reykjanesi vestur á við og svo f
norður og fyrir Hornstrandir (sjá að framan).
Um uppruna eður orsökina til Golfstraumsins var
skoðan Maury’s, að hann kæmi til af því að sjáfar-
vatnið væri léttara í hitabeltinu og vatnið í Golfstraum-
inum þyngra en heimskautasjórinn ; og kemur þetta
að mestu leyti heim við rannsóknir Coldings. Sjórinn
í Atlantshafinu virðist vera þéttastur á 6o° norðlægrar
breiddar, suður og austur af Grænlandi, og má svo