Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 34
34
unnar, þá er hætt við að hún lengi framan af mis-
hepnaðist, sökum þess örðugleika, sem á því er, fyrir
menn í fjarlægum plássum, að vinna beinlínis saman,
og bera skoðanir sínar saman.
Hin aðferðin sem nefnd var eru tvefaldar kosn-
ingar; þá kjósa allir kjósendr fyrst svo eða svo marga
menn t. d. i fyrir hverja io eða i fyrir hverja 20
kjósendr, og þeir velja aftr þingmennina. Væri kosið
á þenna hátt, mætti skifta kjördœmunum öðruvísi
niðr; sum mætti hafa stœrri enn nú eru, þvi það væri
hœgra fyrir kjörmennina, sem að tiltölu eru fáir, að
sœkja kjörfundinn nokkuð langt, enn fyrir alla kjós-
endr, og svo væri þeim að líkindum gefnir dagpen-
ingar, einkum ef þeim væri gert að skyldu að sœkja
kjörfundinn. Kostirnir við þenna kosningarmáta væri
það, að alment tœki menn þátt í kosningunum, því
kjörmennirnir yrði kosnir heima í hreppnum, þar sem
allir hreppsbúar gæti auðveldlega sótt fund, og að
líkindum — enn það mælir mest með þessum kosn-
ingarmáta — mistœkist kosningar sjaldnar, og alþingi
fengi betri þingmenn oft og einatt. Ef mest væri
hugsað um að fá þá eina fyrir þingmenn, sem hefði
álit hinna beztu manna á sér, þá væri þessi kosning-
armáti að líkindum sá, sem svaraði bezt tilgangi sín-
um. Norðmenn hafa hann, og það eru líkindi til þess,
að hann eigivel við í strjálbygðu landi, eins og Noregr
má kallast í samanburði við önnur lönd í norðrálfunni;
hér á landi þœtti það sjálfsagt ófrjálsara fyrirkomulag,
enn það, sem nú er, ef þessar kosningar væri leiddar
í lög, enn ef þær gæti orðið til þess, að menn vönd-
uðu betr kosningar til alþingis, þá væri það sönn
framför.
Menn hafa oft skrifað um það, að þörf væri á
þvi, að fá ýmsum atriðum í stjórnarskránni breytt, og
þar á meðal fyrirkomulaginu á alþingi sjálfu. Mönn-