Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 54
54
honum auðsveipni og hlýðni, og þorðu aldrei að fara
eftir öðru enn því, sem hann hafði boðið. Af þessu
leiddi, að í Skálholts skóla urðu menn betr mentaðir
enn áðr. Eins og hann var hinn mesti vísinda vinr,
eins var hann og velgerðamaðr margra námsmanna
og kom mörgum þeirra til menningar, bæði hér og
við háskólann í Kaupmannahöfn, og hélt því stöðugt
áfram, ef honum líkaði framför og lifnaðr þeirra.
Jón prófastr Halldórsson nafngreinir nokkura þeirra.
Með hinni sömu árvekni, sama þreki og lagi
stjórnaði hann klerkalýðnum í Skálholts biskupsdœmi,
og leitaðist á allar lundir við að viðhalda góðri reglu
í kirkjunni. Próföstum og eldri prestum sýndi hann
ást og alúð, eins og þeir væri brœðr hans, enn hinum
yngri klerkum mannúðlega alvörugefni. J>á, sem eitt-
hvað varð á, áminti hann með tilhlýðilegri röggsemd
og áhrifamiklum orðum, enn aldrei reiðulega eða
með þjósti. J>ótt hann væri hótfindinn og siðavandr,
var hann þó vægr og linr í áfellisdómum sinum, enn
þeir vóru innifaldir í litlum fésektum, eða hann vék
hinum seka úr embætti um stundarsakir, enn sjaldan
til fuls, nema brotið væri því stœrra, og þá reyndi
hann til að koma honum aftr í embætti, ef hann
bœtti ráð sitt. Alt þetta ávann honum ást og hylli,
hlýðni og lotning kennidómsins í Skálholts biskups-
dœmi, og þegar það varð hljóðbært 1669, að hann
ætlaði að sœkja um lausn frá biskupsembættinu, rituðu
23 prófastar og merkir prestar honam bréf á latínu
og báðu hann auðmjúklega, í sinu nafni og annara
embættisbrœðra sinna, að vera við biskupsembættið
meðan hann gæti það fyrir elli og vanburða sakir.
Sigurðr lögmaðr Jónsson skrifaði biskupi lika bréf á
íslenzku sama efnis, og segir Finnr biskup um þenna
lögmann, að hann hafi verið mikils virtr og hinn vitr-