Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 139
139
íslandi! Eg hefi séð himininn allan blóðrauðan af
norðurljósum, en þess þarf ekki með: loptið er opt
allt eldrautt af kveldroða. Sjálfsagt er þessi hugmynd
tekin úr náttúrunni, en engum skáldlegum manni mun
detta i hug að hér séu meint norðurljós, þetta er ein-
ungis skáldleg herskapar-hugmynd, sem á rót sína
miklu fremur í blóði og sólarroða en í norðurijósum.
þ>ýðingin „halo ofwar" er rétt (I 135).
Sumstaðar (t. a. m. II 501) talar G. V. um skoð-
anir „seinustu aldar;‘ manna (eru það menn á 18.
öld?), að þeir hafi skilið sögurnar eptir bókstafnum
og trúað því öllu er eigi var beinlínis „yfirnáttúrlegt“;
en það höfum vér lengi vitað, að eigi má skilja sög-
urnar þannig bókstaflega, og vér vitum vel, að hinum
„mythiska11 blæ bregður fyrir alllengi og sumstaðar
kemur hann enda svo sakleysislega fram að varla ber
á honum við fyrsta álit, t. a. m. þar sem sagt er um
Harald harðráða að hann „gekk í gegnum lið óvina
sinna sem hann væði vind“ (119. kap.) — að vér eigi
minnumst á „Norðbrikt“ í Suðurlöndum — það er því
Hkast sem hið egypzka skáld Pentaur segir um Faraó
(Sesostris eða Ramses Miamon), sem barðist aleinn á
móti 2500 herkerrum og drap alla mennina svo enginn
stóð uppi. þ>að þurfti engan N. M. Petersen eða R.
Heinzel (II 508) til að segja oss að sögurnar séu
„Dichtung und Wahrheit“, þvi að það vissum vér fyrir
löngu, en vera má að Englum sé það ókunnugt. Ann-
ars erum vér að mestu leyti samdóma G. V. um upp-
runa sagnanna og tilbúning, þó að margt megi um
það segja.
í Vol. II 496—497 talar G. V. um lögberg og
vísar til „Kálund’s; en eins og eg met eigi mikils þá
bók sem auðsjáanlega gjörir sér far um að rýra allt
hér og draga úr öllu, eins má hér vísa til rannsókna
Sigurðar Vigfússonar um þetta, því að hann einn hef-