Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 49
49
Oddsson og Magnds Björnsson og aðra lögþingismenn,
og svöruðu þeir, að hann mætti fara eftir máldagabók
Gísla Jónssonar, þar sem ekki kæmi lögleg skjöl, svör
og vörn í móti, sem henni gæti hrundið.
Eftir máldagabók hans og vísítatsíuformi fóru í
flestu eftirmenn hans, biskuparnir J>órðr og Jón Vída-
lín. Jón prófastr Halldórsson segir, að Brynjúlfr bisk-
up hafi á vísítatsíuferðum sínum haft með sér roskna
og ráðna menn, og fjölment einkum þegar hann vísí-
teraði vestra og eystra; að hann þá hafi tekið með
sér lærða menn, skólameistarann, heyrara, og skynsama
presta til góðra úrræða, ef eitthvað kæmi fyrir. Lika
segir prófastrinn, „að biskupinn hafi tekið með sér
eitthvert hraustmenni, til að halda virðingu sinni og
vera ekki kominn upp á handbjargir annara, hvað sem
upp á kynni að koma, eða ef við stórbokka þyrfti að
skifta“.
Með konungsbréfi frá 1638 var það boðið, að
höfuðsmaðr og biskup skyldi láta selja við opinbert
uppboð alla þá óþörfu hluti, sem fylgdu kirkjum og
klaustrum, og vóru til ábyrgðar og þyngsla fyrir um-
sjónarmenn þeirra ; enn af því að Gísli biskup andað-
ist þetta ár, varð því ekki framgengt fyr enn þetta
boð var ánýjað með öðru kgsbr. 1645 til landfógeta
Jens Sörenssonar, sem var líkt hinu fyrra. Fyrir því
lét Brynjúlfr biskup 1646 af hendi 33 geld naut 4
vetra og eldri; 22 naut tvævetr; 2 vetrgömul; 195
geldsauði tvævetra og eldri; 120 vetrgamla sauði og
40 vættir smjörs og 6 fjórðunga, og aftr 1648 21 kýr.
J>etta fylgdi alt Skálholtsstað, enn ekki er þess getið,
að dómkirkjan hafi fengið nokkra borgun fyrir þetta,
eða fátœk prestaköll verið bœtt með andvirðinu. Eftir
tillögum biskups og höfuðsmanns kom enn út kgsbr.
io. maí 1651, er bauð að selja alt óþarfa skran, sem
Tímarit hins íslenzka Bókmentafélags. V. 4