Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 69
6g
borði hnattarins, er nú gjörðist að miklu leyti sjáfar-
botn; hún leysti og þaðan magnesíu, natrón og fleiri
efni, er öll meinguðust sjáfarleginum og eru þar
enn.
En þótt menn séu iangt á leið komnir í þekkingu
á yfirborði hnattarins, þá vita menn samt eigi með
vissu, hve mikið sé það vatnsmegin, er kringum hann
sveipast. Jóni Herschel taldist svo til, að sjórinn væri
71786 af öllum hnattlíkamanum, og öll þyngd sjáfar-
ins inundi vera 3,270,600 billíónir „tons“ (eitt ,ton’ er
hér um bil 200 fjórðungar) — en eins og vér höfum
enga hugmynd um þenna þunga, þótt nefna megi
hann með tölum, eins er þessi áætlun næsta stopul.
Af því yfirborð hnattarins er eigi slétt, heldur
ójafnt og hvervetna með dældum og dölum, eða þá
með hæðum og hryggjum, þá er sjórinn og mjög mis-
djúpur. Nákvæmast þekkjum véi dýpt Atlantshafsins,
enda hefir og stjórn Bandafylkjanna látið kanna þetta
haf sérstaklega, einkum norðurhluta þess; þekking vor
á því óx og eigi lítið, er málþráðurinn var lagður á
milli heimsálfanna, Evrópu og Ameríku. Mesta dýpt
þess eru 4500 faðmar, að þvf er menn vita með vissu;
en dýpra hyggja menn það sé fyrir sunnan Nýfundna-
land og fyrir norðan Bermúdas-eyjar. Mexíkóflói er
vart goo faðma djúpur, en aptur er Karíbahafið, rétt
þar suður og austur af, 2300 faðmar. Á milli íslands
og Grænlands er mesta dýpt is^ofaðmar, og dýpkar
vestur eptir, allt að 2030 föðmum. Fyrir vestan Spfss-
bergen hefir verið mælt 2650 faðma djúp, og á því
dýpi hafa fundizt margar tegundir sjódýra. Sumstaðar
hefir enginn botn fundizt, og merkir það eigi að sjór-
inn sé „botnlaus“, en það getur komið til af þvf, að
annaðhvort hafa færin verið of stutt, eða þá þau hafa
flækzt, því mælingar á svo miklu djúpi eru næsta
vandasamar og örðugar. Mikla hafið („kyrra hafið“,