Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 30
3°
fyrir það hœgra með að sœkja fundi, enn þeir eiga
nú. Enn þó kosningarréttrinn kœmi jafnara, niðr á
þenna hátt, og jafnvel þótt alþýða viðrkendi að svo
væri, er hœttvið, að menn mundi una breytingn í þá
átt svo illa, að hún, þótt hún yrði lög, yrði óvinsæl,
og ætti sér þvi skamman aldr, ef kosningarmátinn
væri sá sami og hann er nú. Sýslubandið er orðið
miklu sterkara síðan nýju sveitarstjórnarlögin vóru
leidd í lög, enn það var áðr, og þótt hvert kjördœmi,
sem er að kjósa þingmenn, eigi fyrst og fremst að
líta á hag als landsins, þá mun það þó vera alment,
að menn hugsi fyrst um, hvað hvert þingmannsefni
vili og geti gert fyrir sýslufélagið, sem hann býðr sig
fram í, því hver sýsla finnr til sin sem einnar heildar
út af fyrir sig, gagnvart öðrum sýslum. Með þeirri
kosningaraðferð, sem nú er, yrði að líkindum naumast
unt að koma nokkrum verulegum jöfnuði á.
pa.6 er þá einungis eftir að gæta að því, hvort
ekki væri til annar kosningarmáti enn sá, sem nú er
hafðr, sem væri hentugri fyrir jafnrétti kjósanda, enn
sem þó gerði það að verkum, að eins góðir þingmenn
yrði valdir, og liklegt er að valdir verði, eftir þeim
lögum, sem nú gilda. Hjá íslendingum i fornöld vóru
það jafnan vitrustu og beztu menn, sem áttu að skera
úr öllum málum, og það er enn meiningin með þeim
takmörkunum, sem stjórnarskráin og kosningarlögin
setja, að einungis þeir eigi að velja þingmenn, sem
bæði hafa vilja og vit til þess að velja vitrustu og
beztu menn til þings. fað er auðvitað, að stjórnar-
skrá íslands og kosningarlög þess ná ekki fremr
þessum tilgangi enn löggjöf annara landa um sama
efni, og menn fá því einatt að sjá, að kosningar í
ýmsum kjördœmum takast miðr enn skyldi, af hverju
sem það nú kemr. Enn ef trúa skyldi reynslu annara
landa, sér í landi Englands, þá kemr það þó naumast