Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 100
ir beggja vegna, og þess vegna freyðir hann hingað
og þangað á röndunum eins og árstraumur. þ>essi
bunga Golfstraumsins sannast og á öðru en reikningi,
þvi að þeir hinir fljótandi hlutir, tré og þvi likt, sem
losnað hafa frá Vestur-India ströndum og komizt í
Golfstrauminn, reka ætið með honum öðrumegin, en
geta eigi komizt yfir hann þveran, vegna bungunnar.
J>eir hlutir, sem reka með Golfstrauminum frá Mexíkó-
flóa og Vestur-Indíum til Evrópu (íslands, Suðureyja,
Noregs), reka ætíð fyrst með straumnum austanverðum,
það er: með austurrönd hans, en lenda eigi Ameríku-
megin; því vegna þess þeir koma sunnan að, þá hafa
þeir sökum jarðarsnúningsins haldið meira miðflóttaafli
en er á norðlægari stöðum, og því leita þeir æ og æ
til austurs, og það því fremur sem þá ber skjótara
sunnan að og norður eptir. f>eir hlutir, er koma aust-
an að (o: úr miðjarðarstrauminum), og sem Golfstraum-
urinn nær í, berast ætíð með austurrönd hans, en kom-
ast eigi yfir bunguna. Samt gildir þetta eigi um ís-
jaka, er ná djúpt niður. Nú kynni einhver að segja,
að eptir þessu ætti ekkert að geta rekið til íslands
með Golfstrauminum, ef hann ber allt eptir annari
röndinni, en þar til liggur það svar, að þá er straum-
urinn er kominn svo norðarlega, þá er hann orðinn
svo breiður ag dreifur að bungunnar gætir ekki, og
getur því rekaviður borizt með honum viðstöðulaust,
ef svo ber undir.
Mesta hita-stig Golfstraumsins er 240 R., eða
fjórum stigum meira en sjórinn í kring (hjá Cap Hatt-
eras á austurströnd Bandafylkjanna); 1 o breiddarstigum
(150 mílum) norðar er hann einungis- einu stigi kald-
í kring um landið bæði fyrir vestan og norðan (bls. 86), enda kemur
þetta heim við áreiðanleg og ný straumkort; en á óáreiðanlegum kort-
um er kaldur íshafsstraumur látinn leika um allt Norðurland.