Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 129
129
finnst mér að afbakanir hafi komið af sjálfum sér
smátt og smátt með tímanum, af hugsunarleysi, skiln-
ingsleysi og skeytingarleysi þeirra hinna mörgu manna
er fóru með visurnar og rituðu þær uþp, svo torfellt
er að hafa einn mann fyrir þessu. Annars eru get-
gátur Guðbrandar um afbakanir visnanna víða mjög
heppilegar, og mér finnst hann víða sjá furðulega í
gegn um hina skýjuðu blæju, er gjörir svo mikið
villuljós.
f>að er ómögulegt að Eddu-kvæðin geti verið
mjög forn, eins og vér höfum þau nú; þau eru ekki
forneskjulegri en svo, að skáldmæltur og lærður mað-
ur hefði getað ort þau mörg hundruð árum seinna en
þeim er gefinn aldur til; þau eru víða eins og þau
væri ort í gær: „Atli sendi ár til Gunnars kunnan
segg at ríða Knefröðr var sá heitinn“ slikar setningar
skilur sérhvert íslenzkt barn; hið torfelda í kvæðunum
er allt á stangli; að forn orð, fornar og útlendar hug-
myndir komi opt fyrir, það er eigi meira en sjálfsagt
og það kemur fyrir á hverjum tima sem er, í öllum
eða fiestum skáldskap. G. V. ætlar Völuspá ekki mjög
háan aldur, og er það sjálfsagt rétt; en að ætla hana
orta fyrir vestan haf, einungis af því þar kemur fyrir
eitt þess konar orð (bjóð), af því að „harpa“ er nefnd,
og af lýsingunni á heimsslitunum (Ragnarökkri), Es-
chatologia), það er jafn kátlegt og þegar Dr. Bang í
Kristjaníu var að bisa við að rekja Völuspá til Sibyllu-
ljóðanna1. „Margt kann öðru líktað vera“ segir máls-
I) Sophus Bugge hefir komið upp með þá skoðun að öll norræn
goðatrú sé eptirlíking kristinna hugmynda, og þvi eigi eldri en frá
miðöldunum. þessi skoðan er raunar ekki ný, en af því Bugge er í
miklu áliti, þá var henni tekið báðum höndum, eins og nú hefði menn
handsamað sannleikann. Dr. Bang eltir Bugge. En Bugge og öll hans
Timarit hins islenzka Bókmentafélags. V.
9