Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 13
»3
stofunnar. f>að sem gerir að kjósendatalan í Dan-
mörku er svo miklu lægri að tiltölu, enn tala kjósend-
anna í Frakklandi og Sviss, er einkum sú ákvörðun,
að kjósendr Dana eiga að vera fullra 30 ára að aldri.
í jpýzkalandi er kosningarréttrinn til sambandsþings-
ins hinn sami og í Danmörku til þjóðþingsins, nema
að því leyti, að kjósandi á að eins að vera fullra 25
ára, og að hermenn í landhernum og sjóliðinu hafa
ekki kosningarrétt meðan þeir eru í þjónustu ríkisins;
enn sú ákvörðun nær þó ekki til yfirmanna hersins,
hvort sem þeir eru fyrirliðar á sjó eða landi.
pegar vér nú höfum litið yfir þær ákvarðanir,
sem gera það að verkum, að kjósendatalan er svo há,
sem hún er í Frakklandi, Sviss, Danmörku og þ>ýzka-
landi, skulum vér gæta að þvi, hvað það er, sem ger-
ir kjósendatölu Ítalíu og Belgíu svo lága, í hlutfalli
við fólksfjöldann. Grundvallarlög Ítalíu eru dagsett 4.
marzm. 1848, og kosningarlög þeirra, sem giltu þegar
kjósendatala Ítalíu var liðugar 600,000 manns, vóru dag-
sett 17. desbr. 1860. Skilyrði fyrir kosningarréttinum
eru alment, 1) að maðrinn sé fœddr á Ítalíu, eða hafi
réttindi innborinna manna; 2) sé fullra 25 ára; 3)
kunni að lesa og skrifa, enn þess geta kjörnefndirnar
vel gætt, þar eð kjósandinn vanalega mœtir sjálfr til
þess að undirskrifa vottorð um, að hann uppfylli skil-
yrðin fyrir kosningarréttinum, hjá nefndinni; 4). Eftir
kosningarlögunum frá i86oáttihann að greiða í bein-
an skatt 40 lírur (28 kr. 80 a.). |>eir skattar sem reikn-
aðir vóru kjósanda í vil, vóru því samskonar skattar,
og ábúðar og lausafjárskattr, tekjuskattr, húsaskattr
og nafnbótaskattr eru á hér á landi og spítala-
gjaldið, meðan það var. þessi ákvörðun hafði samt
fjölda af undantekningum. þannig höfðu meðlimir
allra œðri vísindastofnana, sem vóru útnefndir af
konungi, háskólakennarar, embættismenn og herfor-