Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 32
32
kosningunum, mundi gera þingmannaskifti sjaldnari,
þar á meðal það, ef kosið væri á fleiri stöðum enn
nú er gert. Aðrir kosningarmátar eru einnig til, sem
ganga í líka stefnu, hlutfallskosningar og tvefaldar
kosningar, enn þar eð það ef til vill er álitið liggja
fyrir utan verkahring tímaritsins að mæla fram með
pólítískum uppástungum, sem ganga í ákveðnar stefnur,
skal þeirra að eins lauslega getið hér.
Hlutfallskosningarnar gæti verið annaðhvort fyrir
alt landið í einu, þannig, að hver kjósandi veldi 30
þingmenn, eða þá þannig, að landinu væri skift i
nokkur kjördœmi, t. d. 6, sem hvert veldi svo 5 þing-
menn, og ætti þannig hver kjósandi að velja 5. þ>ess-
ar kosningar yrði sjálfsagt að fara fram skriflega, og
helzt þannig, að hver kjósandi mætti velja heima
hjá sér, og senda seðilinn með nöfnum hinna kosnu til
kjörstaðarins á einhvern lögboðinn hátt, sem gæfi
tryggingu fyrir því, að seðillinn væri óbreyttr, og frá
réttum kjósanda. Aðferðin frá kjósandanna hálfu yrði
að vera svo, að hver þeirra skrifaði nöfn þingmanna
þannig á kjörseðil sinn, að sá væri skrifaðr efstr, sem
hann vildi helzt að yrði kosinn, sá næst bezti þar
næst, og svo í röð niðr eftir, þangað til sá kæmi síð-
ast, er kjósandi vildi sízt velja, enn kysi þó. þegar
svo kjörseðlarnir eru allir komnir til kjörstjórnarinnar,
þá telr hún þá fyrst, og deilir tölu þeirra sem kjósa skal
í seðla töluna, og fær þannig út þá atkvæðatölu, sem
er nœgileg til þess, að maðrinn sé kosinn. Kjörstjórn-
in tekr svo fyrst til greina nöfn þeirra manna, sem
skrifaðir eru efst á listunum, og leggr alla þá lista í
bunka sér, sem hafa sama mann efstan. þegar nú
einhver af þeim, sem efstir standa, hefir fengið nógu
mörg atkvæði, þá er hann kosinn; komi nafn hans þá
oftar fyrir efst á seðlum þeim, sem eftir eru, þá er
það strikað út, enn tekið nafn þess, sem næstr honum