Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 36
Æfisaga
Brynjúlfs biskups Sveinssonar,
Eftir
Pétr biskup Pétrsson.
Brynjúlfr Sveinsson, sem var yngstr barna sfra
Sveins Símonarsonar og seinni konuhans, Ragnheiðar
Pálsdóttur, var fœddr ár 1605, 14. dag septembermán-
aðar1, um miðjan aftan, í Holti í Önundarfirði. Síra
Sveinn, faðir hans, var vígðr af Gísla biskupi Jónssyni
1577, 18 vetra gamall. Hann var fyrst 4 ár kirkju-
prestr í Skálholti, fékk Holtstað eftir síra Brynjúlf
Jónsson 1582, og var prestr 67 ár, enn prófastr í
vestr parti ísafjarðarsýslu; hann dó 1644, 10. dag
desembermánaðar, 85 ára gamall, og þótti jafnan merkr
maðr. Ragnheiðr, móðir Brynjúlfs, var dóttir Páls
bónda á Staðarhóli, Jónssonar Svalberðings Magnús-
sonar, forkelssonar, prests frá Laufási, Guðbjartsson-
ar, Ásgrímssonar, Vermundarsonar kögrs Fœreyings;
I) Finnr biskup segir i kirkjusögu sinni, 3. parti bls. 602, að hann
hafi verið fœddr 14. desember; enn Jón prófastr Halldórsson, faðir
Finns, telr hann fœddan 14. september, og er það eflaust réttara, því
hann bcetir þessu við: „sem er á krossmessu11, enn hún er einmitt 14.
september. Að 14. desbr. er prentvilla í kirkjusögunni, sést af því, að
bls. 633 í neðanmálsgr. stendr sá rétti fœðingardagr, 14. sept.