Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 40
40
embætti í sex ár með hinu mesta lofi; enn áðr var
hann gerðr að meistara í heimspeki af syni biskups
Resenius, sem þá var oddviti þeirrar háskóla-
deildar.
Árið 1638 kom Brynjúlfr hingað aftr, eftir 12 ára
veru í Danmörku, og af því að móðir hans var þá
önduð, nærri fyrir þrem missirum, ætlaði hann að selja
móðurarf sinn og jarðir hér á landi, kveðja góða vini
og jafnvel ísland fyrir fult og alt, og ferðast erlendis
sér til frama, og til þess hafði hann fengið ferðastyrk
hjá kórsbrœðrunum (capitulum) í Hróarskeldu, eftir
því sem hann sjálfr segir. þetta sumar reið hann til
þings, til að geta fundið sem flesta vini sína, enn um
þingtímann andaðist Gísli biskup Oddsson; var hann
þá ásamt öðrum heldri mönnum beðinn að fylgja Hki
hans austr í Skálholt; reið hann með fylgdinni austr
undir Hrafnagjá og skildi þar við hana, því hann
varð þess áskynja, hvað menn höfðu í hyggju; enn
þetta mislíkaði mörgum. Enn hann sneri á leið vestr
í Borgarfjörð, og dvaldi nokkurar nætr f Stafholti.
Eftir greftrun Gísla biskups var meistari Brynjúlfr
kosinn aftr til biskups í hans stað, og kjörbréf hans
samið og undirskrifað i Skálholti, og fylgdi því fast-
ast fram Árni Oddsson lögmaðr; þetta kjörbréf náði
Brynjúlfi í Stafholti, og tók hann nauðugr við því,
enn hét því þó, að koma þvi á framfœri, enn kvaðst
mundu láta afsökunarbréf sitt verða því samfara. f>að-
an fór hann til góðvinar síns, síra fórðar Jónssonar í
Hítardal, sem fyrrum hafði verið honum samtíða i
Kaupmannahöfn, og bauð honum að taka við þessari
kosningu og sœkja um biskupsembættið, því það væri
sér þvert um geð; enn síra þórðr skoraðist undan
þvi. J>aðan ferðaðist Brynjúlfr vestr, kvaddi föður sinn,
reið svo norðr í Eyjafjörð og sigldi frá Akreyri um
krossmessuleyti. þegar hann kom til Kaupmanna-