Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 98
98
hann hollur og hentugur mönnum og dýrum, og öllu
jarðarlifinu yfir höfuð.
Um miðbik hnattarins hreifist sjórinn frá austri
til vesturs, bæði í Atlantshafinu og í hafinu mikla.
f>enna straum kallaði Alexander Húmboldt snúmngs-
(Rotations)-straum, og benti með því á orsök hans, en
það er snúningur jarðarinnar um möndul sinn. þetta
sagði Keppler og að væri orsök allra strauma.
Straumur þessi heitir og miðjarðarfall. Af þvi jörðin
snýst frá vestri til austurs, þá ætti allur sjórinn að
renna eður hreifa sig frá austri til vesturs, en þetta
verður þó eigi nema um miðbik hnattarins, því þar er
miðflóttaaflið mest. Sökum þess að sjórinn gufar svo
mjög upp á yfirborðinu, þá stíga neðri partar sjáfar-
djúpsins upp, og koma þá þangað sem miðflóttaaflið
er meira, en þar af leiðir, að þeir eigi geta fylgt því,
en verða á eptir, það er: þeir fara í öfuga stefnu, til
vesturs. Annars hafa menn ýmsar skoðanir um þetta,
og sumir eigna staðvindum þenna straum; en af því
hans hefir orðið vart á 760 föðmum, þá geta vindar
varla valdið honum. í hafinu mikla er hann um 750
hnattmílur á breidd og fer 12-22 vikur sjáfar, 4—5J/2
hnattmílu, á 24 klukkustundum; en sumstaðar, t. a. m.
við Gíneu-strönd, er hann miklu mjórri; hann kvíslast
og bæði í norður og vestur og suður og vestur. Á
sumrin fer hann harðast, allt að 19 hnattmilum á 24
klukkustundum; meðalhiti hans er 190 R., og er það
2—3 stigum minna en sjórinn er annars í hita-
beltinu.
Annar merkilegur straumur í hafinu er Golf-
straumurinnl. Hann kemur úr Mexíkó-flóa, á milli
I) í 3. ári Andvara (1876) bls. 54—90 er ágæt ritgjörð eptir porv.
Thoroddsen um Golfstrauminn (hann er þar ranglega nefndur „Gylfa-
straumur“), og er hún miklu fjölorðari og nákvæmari en hér er tæki-