Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 117
ll7
því að þótt vér eigi getum aðhyllzt allar skoðanir höf-
undarins, þá er bókin í rauninni ómissandi, auðugur
fjársjóður af sjaldgæfum lærdómi og skörpum uppgötv-
unum 1 norrænni fornfræði, og svo miklu ryður höf.
upp, að vér neyðumst til að finna að náttúrlegt sé þó
að honum verði einhverstaðar á, einkum þar sem hann
er svo gagntekinn af þessari vesturlanda-hugmynd, sem
áður var boðuð í „Prolegomena“ fyrir Sturlungu, að
hún brýzt allstaðar fram, jafnvel hvort henni verður
við komið eða ekki. Höfundurinn vill jafn vel vinna
til að bera orðið skdld saman við keltnesku (sgeul,
sgeulache, sgeulachd, Vol. I 567), og getur það verið
rétt ef til vill; en viðkunnanlegra finnst mér það sem
Kuhn hefir sagt fyrir löngu, þar sem hann leiðir það
af sanskr. khandas (metrum), sem Max Miiller segir
sé = zend (orð) (Chips 1,84 not. og Cox, Mythol. of
the Aryan Nations 2,18) — og þetta því fremur, sem
G. V. þó vill leiða sumt af austrænum rótum, t. a. m.
Són af Sóma (I 405 og víðar), hinum heilaga drykk í
indverskri goðatrú; en hinum eldri fræðimönnum datt
eigi þetta í hug, af því að þeir voru dauðhræddir
við að hleypa m saman við n, eins og sjá má á orða-
söfnunum við hina miklu útgáfu „Sæmundar-Eddu“,
þar sem mörg orð eru tekin til samanburðarins
einungis af því n var í þeim. (Lómr er á ensku
loon).
]?egar annars öllu er á botninn hvolft, þá er þessi
vesturlanda-hugmynd i rauninni ekki verri en margt
annað; jeg vil allt eins vel unna „Vestmönnum“ að
eiga þátt í norrænni bókvísi og norrænum kvæðum
eins og Dönum og Norðmönnum, því vér höfum þó
ekki fengið sífeld ónot og hnútur vestan um haf1 —
þetta hefir allt saman komið úr annari átt.
I) „Vesturlönd11 og „vestan um haf“ er eiginlega miðað frá Noregi,