Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 76
76
eða þess konar. þannig er Eystrasalt talið 8 fetum
hærra en Norðursjórinn, og Norðursjórinn lítið eitt
lægri (0,78 f.) en Atlantshaf; Svartahaf því nær 7 og
Adríaflói því nær 6 fetum hærri en Miðjarðarhaf.
Rauða hafið á að vera rúmum tveim fetum færra hjá
Sues en Miðjarðarhafið fyrir Sues-eiði (áður var það
talið allt að 30 fetum hærra). Hafið mikla telja sumir
þrem, en aðrir allt að níu fetum hærra fyrir Panama-
eiði en Atlantshafið; en þó þykir þetta mega koma af
einhverjum reikningshalla, og bæði Al. Húmboldt og
Arago hafa talið það sennilegast, að yfirborð sjáfarins
muni vera allstaðar jafnhátt'. Hér er sjórinn skoðað-
ur sem spegilsléttur flötur, en dregnar frá allar þær
ójöfnur, sem verða af vindum og stormum; að öllu
réttu ætti loptþungamælirinn að vísa allstaðar eins á
sjónum, að jöfnum hlutföllum loptsins, því loptþunginn,
sem hvílir á kvikasilfrinu, hlyti að vera allstaðar jafn.
En þessu geta menn varla fylgt. Með loptþungamælinum
fannst Al. Húmboldt sjórinn vera lægri við miðjarðarlín-
una en 30 mælistigum norðar, og þá hefir talizt að sjáfar-
flöturinn lækkaði aptur norður að 64. stigi eða á móts
við ísland, og hækkaði það svo aptur til heimskauts-
ins. En það getur vel verið, að mismunur loptþung-
ans valdi þessum skoðunum, eða með öðrum orðum,
að það sé einmitt sjáfarflöturinn, sem allstaðar séjafn,
en loptið ójafnt að hlutföllum, og hafi því misjöfn á-
hrif á loptþungamælirinn. Annars er mjög torvelt að
eiga við þetta sökum ókyrðar sjáfarins, flóðs og fjöru,
og storma, er allt saman veldur breytingum á yfir-
borði hafsins; nálægð meginlands getur og haft áhrif
á loptþungamælirinn, og eigi sízt í þröngum fjörðum.
Eystrasalt og Svartahaf eru misjöfn að sjáfarhæð ept-
I) Sbr. Gefn, 1871, II bls. 34 (athugasemdina á bls. 34 og 35, þar
sem nákvæmar er talað um þetta).