Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 58
5«
lega í öllum greinum, og vísíteraði margsinnis alt
biskupsdœmi sitt. Hann stjórnaði stólsgózinu með
hinni mestu röggsemd og dugnaði, og hafði ætíð tvo
dygga og duglega ráðsmenn heima á stólnum, annan
til að sjá um vistir og matföng, og hinn, sem kallað-
ist efri bryti, til að segja fyrir verkum og hirða allan
útbúnað og áhöld; gekk biskup ríkt eftir, að þetta
fœri alt í bezta lagi, og leit eftir öllu sjálfr. Af fyrir-
hyggju og stjórnsemi hans leiddi það, að hann varð
einhver hinn auðugasti maðr hér á landi1, þótt hann
væri örlátr og gæfi bæði margt og mikið, og þótt
hann horfði ekki í að borga margfalt það sem honum
lék hugr á að fá. Hann hafði glöggan og hreinan reikn-
ing i kaupum og sölum, og borgaði fljótt og umtals-
laust, það Sem hann átti að gjalda, og forðaðist að vera
í skuldum. Eins og hann var stórauðugr af jarðagózi,
eins var hann og stórgjöfull af því við kirkjur, fátœka
og vini sína, og er svo talið, að hann hafi gefið ýmsum
þrjú hnd. hundraða í jörðum. Ás í Fellum og Dverga-
stein í Seyðisfirði gaf hann fyrir æfinleg prestsetr.
1662 gaf hann jörðina Réyni á Akranesi til framfœrslu
fátœkrar og guðhræddrar ekkju þar í hreppi o.
s. frv. Að því er snertir daglegan lifnaðarhátt hans,
þá sátu með honum til borðs allir embættismenn á
staðnum, heldri bœndr og aðrir, sem sóttu hann heim,
og vóru þá ætíð hafðar fróðlegar borðrœður um and-
leg eða veraldleg efni. þegar fyrirmenn og góðir
vinir hans vóru komnir, borðaði hann með þeim í
annari stofu; var þá veitt ríkmannlega bæði matr og
drykkr, þegar svo bar undir, og segir Jón prófastr
I) I Borgarfirði átti hann þessar jarðir; Skáney, Vilmundarstaði,
Hæl, Brennistaði, Eyri, Brúsaholt, Skaga, Kvikstaði, Skipaskaga, Elín-
arhöfða, Reyni, Indriðastaði, Skarð í Leirársveit, Kolastaði, Vatnsenda,
Stólpastaði, Tungufeil, Litlaskarð í Stafholtstungum, Sleggjulœk
o. fi.