Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 133
«33
Færom gildan grepp Ióseppi,
sá skal ríða, rikom til Súðavíkr;
en í biskupasögum i, 661 og Sturlungu 2, 297 eru
orðin þannig:
Færom gildan grepp Ióseppi,
sá skal ráða ríkr Súðavík,
og eptir þessum síðari texta er enska þýðingin gjörð,
en ekki eptir hinum fyrra. — í Vol. II 322 eru orðin
„beið herr konungs reiði“ og „hús luto opt fyr eiso“
alls eigi þýdd, líklega af ásettu ráði; en engin grein
er gjörð fyrir því (og ekki í athugasemdunum aptan
til). í Vol. I 158 er bæði ranglega sundur greint og
ranglega þýtt; þar stendur þetta:
Hvat beit brynjo? Hví brá ek svefni?
Hverr felldi af mér fölvar nauðir?
Sigmundar burr sleit fyr skömmu
hrafns hrælundir hiörr Sigurðar . . .
Á eptir burr á að standa komma eða semikomma,
því að væri ekki svo, þá yrði að lesa „hjörvi“ fyrir
„hjörr“, enda er svo þýtt sem þar stæði „hjörvi“. En
„subjectið“ í „sleit“ er ekki „Sigmundar burr“, heldur
„hjörr“. „Sigmundar burr“, er svarið upp á spurning-
una á undan, en annars gjörir þetta lítið til, hvað
meininguna snertir. í Vol. I 145 er og án efa rangt
að lesa „hugró es í miðju, onn es í oddi“ — það á
að vera eins og það var: „hugr er í miðju, ógn er í
oddi“, því að fornmenn skoðuðu vopnin sem andlegar
verur og settu þau í beint samband við andans heim,
og það eitt fullnægir sönnum skáldskap — og hvern-
ig á „hugró“ að vera i miðju (sverðinu?) nema hér
eigi að hugsast knappurinn á hjaltinu eða meðal-
kaflanum ?
Fyrir utan þetta skal eg benda á fáeina staði,
sem eru alveg rangskildir hjá G. V. og má á því sjá,